Erlent

Zelen­sky kallaði eftir 121 milljarðs króna inn­viða­fjár­festingu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Zelensky ávarpaði ráðstefnuna í dag í gegnum fjarfundarbúnað.
Zelensky ávarpaði ráðstefnuna í dag í gegnum fjarfundarbúnað. EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL MAXPPP OUT

Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina.

Zelensky mætti á ráðstefnuna í gegnum fjarfundarbúnað og sagði fjárfestinguna kosta minna en algjört rafmagnsleysi. Hann kallaði eftir upphæðinni til þess að tryggja mætti rafmagn og hita fyrir þann erfiða vetur sem nú er fram undan í Úkraínu. Þjóðin þyrfti á umbótum á rafmagnsinnviðum að halda ásamt rafmagnssendingum frá Evrópuþjóðum til þess að komast í gegnum veturinn. Þessu greinir CNN frá. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sögðu 800 rafala þegar á til Úkraínu til þess að tryggja megi rafmagn, til dæmis fyrir þrjá tugi sjúkrahúsa víðsvegar um Úkraínu.

Evrópu- og utanríkisráðherra Frakklands tilkynnti  að fulltrúar þeirra 46 ríkja og 24 samtaka sem sóttu ráðstefnuna í París hafi heitið því að veita Úkraínu meira en einn milljarð Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð fyrir veturinn. Peningurinn mun meðal annars fara í uppbyggingu orkuinnviða og sköpun matvæla- og vatnsöryggis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×