Lögreglan fær streymi frá Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2022 11:31 Umrædd skilti. Ferðamálastofa Uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru er lokið og búið er að koma fyrir löggæslumyndavélam á mastri í fjörukambinum. Þaðan er myndum streymt á varðstöfu lögreglunnar á Selfossi. Töluverð umræða hefur skapast um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru eftir nokkuð tíð banaslys þar, síðast í júní. Fjaran er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna hér á landi en aðstæður geta reynst varasamar. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að búið sé að ljúka uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta við Reynisfjöru. Sett voru upp eitt ljósaskilti, þrjú stór upplýsingaskilti og sex leiðbeinandi skilti. Eitt upplýsingaskiltanna er um hætturnar vegna öldunnar og er það við hlið ljósaskiltisins sem er beintengt ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi en þar hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Bent er á að þrátt fyrir að Reynisfjöru sé aldrei lokað sé hún svæðaskipt. „Þegar gult ljós logar á fólk ekki að fara inná gula svæðið og þegar rautt ljós logar á fólk ekki að fara inná rauða svæðið eða ekki lengra en að ljósaskiltinu. Gestir eiga þá að halda sig uppi á fjörukambinum en sjónarspilið þaðan er magnað á að horfa úr öruggri fjarlægð.“ Segir á vef Ferðamálastofu að mönnuð gæsla, þó ekki nema þegar aðstæður eru metnar rauðar, væru gott næsta skref til að tryggja öryggi í Reynisfjöru. Til að fjármagna slíka gæslu þurfi landeigendur þó að taka sig saman og innheimta aðstöðugjald af gestum. Auk skiltanna var komið fyrir þrjú hundruð metra langri keðju meðfram bílastæðinu sem leiðir fólk eftir göngustíg og framhjá skiltunum. Löggæslumyndavélum var komið fyrir á mastri í fjörukambinum. Myndum þaðan er streymt á varðstofu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Ferðamenn hafa freistast til þess að hætta sér of nálægt ölduganginum í Reynisfjöru.Vísir/Vilhelm „Góðar merkingar er ein af aðal forsendum þess að hafa skýra upplýsingagjöf. Með nýju ljósaskiltunum, í bland við kort og skilaboða á þremur tungumálum, er vonast til að gestir Reynisfjöru átti sig á þeim hættum sem leynast á svæðinu og hagi ferðum sínum eftir því. Skilti, sama hversu góð þau eru, stoppa ekki neinn sem ætlar sér niður í flæðarmál sama hvað — en þau eru nauðsynleg til að bægja sem flestum á örugga staði til að njóta Reynisfjöru í allri sinni dýrð,“ segir á vef Ferðamálastofu. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Lögreglan Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru eftir nokkuð tíð banaslys þar, síðast í júní. Fjaran er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna hér á landi en aðstæður geta reynst varasamar. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að búið sé að ljúka uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta við Reynisfjöru. Sett voru upp eitt ljósaskilti, þrjú stór upplýsingaskilti og sex leiðbeinandi skilti. Eitt upplýsingaskiltanna er um hætturnar vegna öldunnar og er það við hlið ljósaskiltisins sem er beintengt ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi en þar hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Bent er á að þrátt fyrir að Reynisfjöru sé aldrei lokað sé hún svæðaskipt. „Þegar gult ljós logar á fólk ekki að fara inná gula svæðið og þegar rautt ljós logar á fólk ekki að fara inná rauða svæðið eða ekki lengra en að ljósaskiltinu. Gestir eiga þá að halda sig uppi á fjörukambinum en sjónarspilið þaðan er magnað á að horfa úr öruggri fjarlægð.“ Segir á vef Ferðamálastofu að mönnuð gæsla, þó ekki nema þegar aðstæður eru metnar rauðar, væru gott næsta skref til að tryggja öryggi í Reynisfjöru. Til að fjármagna slíka gæslu þurfi landeigendur þó að taka sig saman og innheimta aðstöðugjald af gestum. Auk skiltanna var komið fyrir þrjú hundruð metra langri keðju meðfram bílastæðinu sem leiðir fólk eftir göngustíg og framhjá skiltunum. Löggæslumyndavélum var komið fyrir á mastri í fjörukambinum. Myndum þaðan er streymt á varðstofu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Ferðamenn hafa freistast til þess að hætta sér of nálægt ölduganginum í Reynisfjöru.Vísir/Vilhelm „Góðar merkingar er ein af aðal forsendum þess að hafa skýra upplýsingagjöf. Með nýju ljósaskiltunum, í bland við kort og skilaboða á þremur tungumálum, er vonast til að gestir Reynisfjöru átti sig á þeim hættum sem leynast á svæðinu og hagi ferðum sínum eftir því. Skilti, sama hversu góð þau eru, stoppa ekki neinn sem ætlar sér niður í flæðarmál sama hvað — en þau eru nauðsynleg til að bægja sem flestum á örugga staði til að njóta Reynisfjöru í allri sinni dýrð,“ segir á vef Ferðamálastofu.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Lögreglan Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24 Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00
Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28. júní 2022 14:24
Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt. 11. júní 2022 15:56