„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2022 10:47 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar segir nýgerða kjarasamninga fela í sér kaupmáttarrrýrnun. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Samningarnir fela í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir niðurstöðuna vera vonbrigði. „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér og mér þykir það auðvitað mjög leitt. Þarna er verið að semja um 6,75% launahækkun í verðbólgu sem er 9,3%. Verðbólguspá fyrir næsta ár upp á rúm 6%. Inni í þessari niðurstöðu, og það er mjög mikilvægt að öll séu meðvituð um þetta, er þegar umsaminn hagvaxtarauki. Umsaminn við undirritun Lífskjarasamningsins árið 2019. Hann er þarna tekinn og honum smurt ofan á þessar hækkanir til þess að láta þær líta betur út. Þarna er verið að glutra niður tækifæri til þess að sækja til atvinnurekenda það sem að launafólk á inni í þeim gríðarlega hagvexti og því mikla góðæri sem að ríkt hefur og ríkir í fyrirtækjarekstri á Íslandi. Þannig ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi menn látið smala sér inn í rétt smíðaða af Samtökum atvinnulífsins og ég bara harma það.“ Kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk Sjálf geti hún ekki sætt sig við samninga líkt og þessa fyrir sína félagsmenn. „Þarna er bara verið að semja um kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Ef að á þessum samningstíma verður einhver kaupmáttaraukning, sem er bara alls óvíst á þessum tímapunkti, þá verður hún kannski að meðaltali 0,5%. Það er bara mikill hagvöxtur. Það er góðæri. Íslensk auðstétt hefur tekið til sín geigvænlegt fé. Íslensk valdastétt hefur aldrei haft það betra í efnahagslegum skilningi og nú hefur það tekist hjá Samtökum atvinnulífsins að láta launafólk taka við einhverju sem það hefði aldrei átt að sætta sig við að taka við.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann hafi ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamninga í gær vegna framgöngu þeirra. Sólveig segist ekki vilja tjá sig um það hvað henni þyki um að Ragnar hafi skrifað undir þessa samninga. „Ég held að Ragnar sé nú bara afskaplega góður í að útskýra af hverju hann gerði það.“ Hefðu getað náð árangri saman Sólveig telur mjög sérstakt að láta eins nýgerðir kjarasamningar séu framhald af Lífskjarasamningunum því slíkt sé ekki rétt. „Í Lífskjarasamningnum var samið um krónutöluhækkanir fyrir alla. Nú er verið að semja um prósentuhækkanir þar sem að þau sem hafa hæst laun fá mest en þau sem hafa lægst laun fá minnst.“ Henni finnist miður að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað unnið saman að því að ná fram úrbótum á húsnæðismarkaðnum sem reynist nú mörgum erfiður. „Það sem að mér finnst mjög hryggilegt að ekki hafi gerst er að samtakamáttur hreyfingar vinnandi fólks hefði verið notaður til þess að ná raunverulegum árangri í að sækja það sem verður auðvitað að koma frá stjórnvöldum sem eru til dæmis raunverulegar úrbætur á húsnæðismarkaði.“ Þá sé erfitt að meta það nú hvort það stefni í átök í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Við vitum að við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum en við vitum líka að við getum náð árangri. Við höfum náð mjög miklum árangri þegar við höfum verið ein í baráttu fyrir okkar félagsfólki. Þannig við hræðumst það ekki.“ Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Samningarnir fela í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir niðurstöðuna vera vonbrigði. „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér og mér þykir það auðvitað mjög leitt. Þarna er verið að semja um 6,75% launahækkun í verðbólgu sem er 9,3%. Verðbólguspá fyrir næsta ár upp á rúm 6%. Inni í þessari niðurstöðu, og það er mjög mikilvægt að öll séu meðvituð um þetta, er þegar umsaminn hagvaxtarauki. Umsaminn við undirritun Lífskjarasamningsins árið 2019. Hann er þarna tekinn og honum smurt ofan á þessar hækkanir til þess að láta þær líta betur út. Þarna er verið að glutra niður tækifæri til þess að sækja til atvinnurekenda það sem að launafólk á inni í þeim gríðarlega hagvexti og því mikla góðæri sem að ríkt hefur og ríkir í fyrirtækjarekstri á Íslandi. Þannig ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi menn látið smala sér inn í rétt smíðaða af Samtökum atvinnulífsins og ég bara harma það.“ Kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk Sjálf geti hún ekki sætt sig við samninga líkt og þessa fyrir sína félagsmenn. „Þarna er bara verið að semja um kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Ef að á þessum samningstíma verður einhver kaupmáttaraukning, sem er bara alls óvíst á þessum tímapunkti, þá verður hún kannski að meðaltali 0,5%. Það er bara mikill hagvöxtur. Það er góðæri. Íslensk auðstétt hefur tekið til sín geigvænlegt fé. Íslensk valdastétt hefur aldrei haft það betra í efnahagslegum skilningi og nú hefur það tekist hjá Samtökum atvinnulífsins að láta launafólk taka við einhverju sem það hefði aldrei átt að sætta sig við að taka við.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann hafi ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamninga í gær vegna framgöngu þeirra. Sólveig segist ekki vilja tjá sig um það hvað henni þyki um að Ragnar hafi skrifað undir þessa samninga. „Ég held að Ragnar sé nú bara afskaplega góður í að útskýra af hverju hann gerði það.“ Hefðu getað náð árangri saman Sólveig telur mjög sérstakt að láta eins nýgerðir kjarasamningar séu framhald af Lífskjarasamningunum því slíkt sé ekki rétt. „Í Lífskjarasamningnum var samið um krónutöluhækkanir fyrir alla. Nú er verið að semja um prósentuhækkanir þar sem að þau sem hafa hæst laun fá mest en þau sem hafa lægst laun fá minnst.“ Henni finnist miður að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað unnið saman að því að ná fram úrbótum á húsnæðismarkaðnum sem reynist nú mörgum erfiður. „Það sem að mér finnst mjög hryggilegt að ekki hafi gerst er að samtakamáttur hreyfingar vinnandi fólks hefði verið notaður til þess að ná raunverulegum árangri í að sækja það sem verður auðvitað að koma frá stjórnvöldum sem eru til dæmis raunverulegar úrbætur á húsnæðismarkaði.“ Þá sé erfitt að meta það nú hvort það stefni í átök í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. „Við vitum að við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum en við vitum líka að við getum náð árangri. Við höfum náð mjög miklum árangri þegar við höfum verið ein í baráttu fyrir okkar félagsfólki. Þannig við hræðumst það ekki.“
Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37 Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08
Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. 12. desember 2022 14:37
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01
Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 12. desember 2022 11:26