Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa 12. desember 2022 10:31 Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera? Í nútíma samfélagi er alltaf eitthvað í boði, við erum í stöðugu áreiti og okkur þarf aldrei að leiðast. Stórfelld aukning hefur orðið á því gagnamagni sem einstaklingur innbyrðir daglega. Eftir innreið fyrstu stóru samfélagsmiðlanna á markað fór dagskammturinn upp í 34 gígabæt á mann árið 2008 sem var þá 350% aukning frá því þremur áratugum áður. Fyrir sama gagnamagn mætti streyma öllum þáttunum af Stranger Things. Hver er ráðlagður dagskammtur af gagnamagni? Heilinn okkar er hannaður til að hugsa. Á hverjum degi fara fleiri þúsund hugsanir um hugann okkar, hvort sem okkur líkar það eða ekki. Til að heilinn fái tíma til að hugsa þurfum við að gefa honum frí frá áreiti. Þá vaknar m.a. ímyndaraflið okkar, við leysum vandamál og sköpunargleðin fer í gang. Hversu mikið er áreitið í þínu daglega lífi? Hversu oft ferð þú í göngutúr án þess að vera með eitthvað í eyrunum? Eða keyrir heim úr vinnunni án þess að hafa útvarpið í gangi? Hvenær hittir þú síðast vini og fjölskyldu án þess að kíkja í símann inn á milli þegar að samtalið beindist ekki að þér? Hversu mikið af gagnamagni innbyrðir þú á dag? Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 15 ára og eldri nota Facebook oft á dag eða daglega. Ræðum þá um börnin okkar. Í hversu miklu áreiti er barnið þitt daglega? Hversu mikið aðgengi hefur barnið þitt að sjónvarpsefni? Og hversu mikið aðgengi hefur barnið þitt að nettengdum tækjum? 98% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára eiga sinn eigin farsíma. 80% barna á sama aldri eiga sjálf spjaldtölvu, leikjatölvu eða fartölvu eða hafa aðgang að slíku tæki á heimili sínu. Fær barnið þitt tækifæri til að láta sér leiðast? Fær það tækifæri til að leika sér í hlutverkaleik á eigin forsendum þar sem það er leikstjórinn? Í gegnum leik læra börn nauðsynlega færni líkt og að takast á við erfiðleika og finna lausnir. Ef skjátíminn er alltaf í boði getur verið að barnið leiti frekar í að láta skemmta sér en að finna upp leið til að gera það sjálft - sér í lagi ef það á erfitt í grunninn með að leika sjálfstætt. Tæp 70% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum. Stúlkur eru líklegri en strákar til þess að viðurkenna það. Hvenær borðaði fjölskyldan síðast saman kvöldmat án þess að símar væru á lofti? Eru reglur um skjánotkun á þínu heimili? Hve mikið notar þú samfélagsmiðla til þess að eiga í samskiptum við börnin þín? Er þitt barn komið inn á samfélagsmiðla? 60% barna á aldrinum 9-12 ára nota TikTok og Snapchat þrátt fyrir að þar sé 13 ára aldurstakmark og eykst með hækkandi aldri. Níu af hverjum tíu á aldrinum 9-18 ára nota YouTube sem er vinsælasti samfélagsmiðillinn meðal barna og ungmenna. Já, YouTube er samfélagsmiðill en ekki netsjónvarpsstöð. Við höfum aldrei verið í jafn miklum samskiptum og aldrei hefur verið jafn auðvelt að ná í fólk, en á sama tíma höfum við aldrei verið óhamingjusamari og hlutfall þeirra sem upplifa einmanaleika fer vaxandi. Geðheilsa barna og ungmenna fer versnandi og það er ekki skrítið. Við höfum gefið börnunum okkar aðgengi að öllum heiminum og ætlast til þess að þau hafi sjálfstjórnina til að stjórna eigin neyslu á gagnamagni. Á sama tíma ætlumst við til þess að þau hafi getuna til að sigta út hvað sé eðlilegt og hvað ekki. Daglega erum við að setja þau í aðstæður sem þau ráða ekki við og hafa ekki þroska í. Á aldrinum 9-12 ára fer viðurkenning jafnaldra að skipta meira máli á sama tíma og þau eru móttækileg fyrir því að herma eftir hegðun annarra. Það er því ekki skrítið að þau sæki í viðbrögð annarra inn á samfélagsmiðlum þar sem viðurkenningin er opinber og varanleg. Á aldrinum 12-14 ára eru börn áhrifagjarnari en unglingar, þau eiga í erfiðleikum með að mynda sér sjálfstæða skoðun og hafa mikinn áhuga á vafasamri hegðun, sérstaklega ef jafnaldrar telja hana „eðlilega hegðun.“ Heilinn þeirra er enn í mótun og því eru þau viðkvæmari fyrir félagslegu samþykki annarra. Það gerir að verkum að samfélagsmiðlar hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan barna og ungmenna. Gjaldfelling daglegra athafna Þegar of mikið framboð er á afþreyingu minnkar verðgildi hennar. Hver kannast ekki við barnið sem á fullt herbergi af dóti en finnur sér ekkert að gera. Barnið sem byrjar daginn á að horfa á sjónvarpið eða fara í Minecraft og þarf svo að mæta í skólann til að læra. Við getum ekki keppt við samfélagsmiðlana og leikina - þeir eru sérhannaðir af sérfræðingum í hegðun og heilavirkni til að virkja gleðihormón í heilanum. Of mikil notkun þýðir að við þurfum alltaf meira og meira til að fá sömu ánægjuna. Þetta sjáum við á hegðun okkar á samfélagsmiðlum, við teljum like-in, skoðum athugasemdirnar - fáum gleðivímuna við það. Við minnkum verðgildi daglegra, venjulegra athafna ef það er alltaf eitthvað meira spennandi í boði. Athafna sem eru nauðsynlegar fyrir okkur og börnin okkar til að þroskast á eðlilegan hátt. Eiga í samskiptum í raunheimi, takast á við erfiðleika, efla þrautseigju og félagsfærni. Hafa jákvæð viðbrögð eins og bros, hlátur, hrós, klapp á bakið og jafnvel faðmlög tapað verðgildi sínu á kostnað rafrænna like-a? Hver myndi kjósa like frá barninu sínu fram yfir raunverulegt bros? Eru börnin okkar minna frábær en börn annarra? Hversu oft á dag áttu gæðastund með börnunum þínum eða fólkinu í lífinu þínu þar sem athyglin er óskert, engin snjalltæki í kring eða eitthvað annað sem þú ert að hugsa um að sinna? Eru okkar eigin börn minna frábær en börn annarra á samfélagsmiðlum? Eru okkar eigin vinir leiðinlegri en áhrifavaldar? Er lífið okkar minna spennandi en annarra? Erum við tilbúin að missa af eigin gæðastundum til þess að horfa á gæðastundir annarra? Við sendum ekki börnin út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar Við verðum sjálf að líta í eigin barm og spyrja okkur þeirrar spurningar hvort okkur finnist við ráða við okkar eigin neyslu á skjátíma/samfélagsmiðlum. Síðan skulum við líta á börnin okkar og hvort það sé rétt að ætlast til þess að þau ráði eitthvað frekar við notkunina en við. Sendum við börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar? Það er hlutverk okkar foreldra að grípa hér í stýrið áður en börnin okkar keyra sjálf inn í óhóflega neyslu á gagnamagni. Það er okkar að hjálpa þeim meðan að þau hafa ekki öðlast þann þroska til þess að meta það sjálf. Á sama tíma er rétt að við hugum að okkar eigin neyslu á gagnamagni og tökum umræðuna - hver er ráðlagður dagskammtur af gagnamagni? Höfundar: Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd Heimildir og ítarefni: Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Miðlalæsi á Íslandi (2021) – Hluti 1 Miðla og fréttanotkun – Fjölmiðlanefnd og Maskína Netið, samfélagsmiðlar og börn - leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi Why young brains are especially vulnerable to social media (apa.org) Ungviðinu líður verr á sálinni | RÚV (ruv.is) An Average American Consumes 34 Gigabytes a Day, Study Says - The New York Times (nytimes.com) 53 Important Statistics About How Much Data Is Created Every Day - Financesonline.com Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ - Vísir (visir.is) How much Information do we Learn Everyday? — Wonder Newsroom (askwonder.com) - Measuring Consumer Information (2012) ROGER BOHN JAMES SHORT University of California, San Diego /tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/lifnadarhaettir/ - Embætti landlæknis (landlaeknir.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera? Í nútíma samfélagi er alltaf eitthvað í boði, við erum í stöðugu áreiti og okkur þarf aldrei að leiðast. Stórfelld aukning hefur orðið á því gagnamagni sem einstaklingur innbyrðir daglega. Eftir innreið fyrstu stóru samfélagsmiðlanna á markað fór dagskammturinn upp í 34 gígabæt á mann árið 2008 sem var þá 350% aukning frá því þremur áratugum áður. Fyrir sama gagnamagn mætti streyma öllum þáttunum af Stranger Things. Hver er ráðlagður dagskammtur af gagnamagni? Heilinn okkar er hannaður til að hugsa. Á hverjum degi fara fleiri þúsund hugsanir um hugann okkar, hvort sem okkur líkar það eða ekki. Til að heilinn fái tíma til að hugsa þurfum við að gefa honum frí frá áreiti. Þá vaknar m.a. ímyndaraflið okkar, við leysum vandamál og sköpunargleðin fer í gang. Hversu mikið er áreitið í þínu daglega lífi? Hversu oft ferð þú í göngutúr án þess að vera með eitthvað í eyrunum? Eða keyrir heim úr vinnunni án þess að hafa útvarpið í gangi? Hvenær hittir þú síðast vini og fjölskyldu án þess að kíkja í símann inn á milli þegar að samtalið beindist ekki að þér? Hversu mikið af gagnamagni innbyrðir þú á dag? Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 15 ára og eldri nota Facebook oft á dag eða daglega. Ræðum þá um börnin okkar. Í hversu miklu áreiti er barnið þitt daglega? Hversu mikið aðgengi hefur barnið þitt að sjónvarpsefni? Og hversu mikið aðgengi hefur barnið þitt að nettengdum tækjum? 98% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára eiga sinn eigin farsíma. 80% barna á sama aldri eiga sjálf spjaldtölvu, leikjatölvu eða fartölvu eða hafa aðgang að slíku tæki á heimili sínu. Fær barnið þitt tækifæri til að láta sér leiðast? Fær það tækifæri til að leika sér í hlutverkaleik á eigin forsendum þar sem það er leikstjórinn? Í gegnum leik læra börn nauðsynlega færni líkt og að takast á við erfiðleika og finna lausnir. Ef skjátíminn er alltaf í boði getur verið að barnið leiti frekar í að láta skemmta sér en að finna upp leið til að gera það sjálft - sér í lagi ef það á erfitt í grunninn með að leika sjálfstætt. Tæp 70% barna og ungmenna á aldrinum 13-18 ára segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum. Stúlkur eru líklegri en strákar til þess að viðurkenna það. Hvenær borðaði fjölskyldan síðast saman kvöldmat án þess að símar væru á lofti? Eru reglur um skjánotkun á þínu heimili? Hve mikið notar þú samfélagsmiðla til þess að eiga í samskiptum við börnin þín? Er þitt barn komið inn á samfélagsmiðla? 60% barna á aldrinum 9-12 ára nota TikTok og Snapchat þrátt fyrir að þar sé 13 ára aldurstakmark og eykst með hækkandi aldri. Níu af hverjum tíu á aldrinum 9-18 ára nota YouTube sem er vinsælasti samfélagsmiðillinn meðal barna og ungmenna. Já, YouTube er samfélagsmiðill en ekki netsjónvarpsstöð. Við höfum aldrei verið í jafn miklum samskiptum og aldrei hefur verið jafn auðvelt að ná í fólk, en á sama tíma höfum við aldrei verið óhamingjusamari og hlutfall þeirra sem upplifa einmanaleika fer vaxandi. Geðheilsa barna og ungmenna fer versnandi og það er ekki skrítið. Við höfum gefið börnunum okkar aðgengi að öllum heiminum og ætlast til þess að þau hafi sjálfstjórnina til að stjórna eigin neyslu á gagnamagni. Á sama tíma ætlumst við til þess að þau hafi getuna til að sigta út hvað sé eðlilegt og hvað ekki. Daglega erum við að setja þau í aðstæður sem þau ráða ekki við og hafa ekki þroska í. Á aldrinum 9-12 ára fer viðurkenning jafnaldra að skipta meira máli á sama tíma og þau eru móttækileg fyrir því að herma eftir hegðun annarra. Það er því ekki skrítið að þau sæki í viðbrögð annarra inn á samfélagsmiðlum þar sem viðurkenningin er opinber og varanleg. Á aldrinum 12-14 ára eru börn áhrifagjarnari en unglingar, þau eiga í erfiðleikum með að mynda sér sjálfstæða skoðun og hafa mikinn áhuga á vafasamri hegðun, sérstaklega ef jafnaldrar telja hana „eðlilega hegðun.“ Heilinn þeirra er enn í mótun og því eru þau viðkvæmari fyrir félagslegu samþykki annarra. Það gerir að verkum að samfélagsmiðlar hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan barna og ungmenna. Gjaldfelling daglegra athafna Þegar of mikið framboð er á afþreyingu minnkar verðgildi hennar. Hver kannast ekki við barnið sem á fullt herbergi af dóti en finnur sér ekkert að gera. Barnið sem byrjar daginn á að horfa á sjónvarpið eða fara í Minecraft og þarf svo að mæta í skólann til að læra. Við getum ekki keppt við samfélagsmiðlana og leikina - þeir eru sérhannaðir af sérfræðingum í hegðun og heilavirkni til að virkja gleðihormón í heilanum. Of mikil notkun þýðir að við þurfum alltaf meira og meira til að fá sömu ánægjuna. Þetta sjáum við á hegðun okkar á samfélagsmiðlum, við teljum like-in, skoðum athugasemdirnar - fáum gleðivímuna við það. Við minnkum verðgildi daglegra, venjulegra athafna ef það er alltaf eitthvað meira spennandi í boði. Athafna sem eru nauðsynlegar fyrir okkur og börnin okkar til að þroskast á eðlilegan hátt. Eiga í samskiptum í raunheimi, takast á við erfiðleika, efla þrautseigju og félagsfærni. Hafa jákvæð viðbrögð eins og bros, hlátur, hrós, klapp á bakið og jafnvel faðmlög tapað verðgildi sínu á kostnað rafrænna like-a? Hver myndi kjósa like frá barninu sínu fram yfir raunverulegt bros? Eru börnin okkar minna frábær en börn annarra? Hversu oft á dag áttu gæðastund með börnunum þínum eða fólkinu í lífinu þínu þar sem athyglin er óskert, engin snjalltæki í kring eða eitthvað annað sem þú ert að hugsa um að sinna? Eru okkar eigin börn minna frábær en börn annarra á samfélagsmiðlum? Eru okkar eigin vinir leiðinlegri en áhrifavaldar? Er lífið okkar minna spennandi en annarra? Erum við tilbúin að missa af eigin gæðastundum til þess að horfa á gæðastundir annarra? Við sendum ekki börnin út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar Við verðum sjálf að líta í eigin barm og spyrja okkur þeirrar spurningar hvort okkur finnist við ráða við okkar eigin neyslu á skjátíma/samfélagsmiðlum. Síðan skulum við líta á börnin okkar og hvort það sé rétt að ætlast til þess að þau ráði eitthvað frekar við notkunina en við. Sendum við börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar? Það er hlutverk okkar foreldra að grípa hér í stýrið áður en börnin okkar keyra sjálf inn í óhóflega neyslu á gagnamagni. Það er okkar að hjálpa þeim meðan að þau hafa ekki öðlast þann þroska til þess að meta það sjálf. Á sama tíma er rétt að við hugum að okkar eigin neyslu á gagnamagni og tökum umræðuna - hver er ráðlagður dagskammtur af gagnamagni? Höfundar: Daðey Albertsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd Heimildir og ítarefni: Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Miðlalæsi á Íslandi (2021) – Hluti 1 Miðla og fréttanotkun – Fjölmiðlanefnd og Maskína Netið, samfélagsmiðlar og börn - leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi Why young brains are especially vulnerable to social media (apa.org) Ungviðinu líður verr á sálinni | RÚV (ruv.is) An Average American Consumes 34 Gigabytes a Day, Study Says - The New York Times (nytimes.com) 53 Important Statistics About How Much Data Is Created Every Day - Financesonline.com Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ - Vísir (visir.is) How much Information do we Learn Everyday? — Wonder Newsroom (askwonder.com) - Measuring Consumer Information (2012) ROGER BOHN JAMES SHORT University of California, San Diego /tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/lifnadarhaettir/ - Embætti landlæknis (landlaeknir.is)
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun