Ten Hag: Við vildum halda Ronaldo Atli Arason skrifar 11. desember 2022 07:01 Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo saman á hliðarlínunni í leik Manchester United og Southampton í ágúst, fyrr á þessu ári. Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það hafa verið ákvörðun Ronaldo að yfirgefa félagið. Ten Hag hefði sjálfur verið til í að hafa Ronaldo lengur hjá félaginu, þangað til hann fór í viðtalið umdeilda við Piers Morgan. „Við vildum að hann væri hluti af verkefninu, að hann myndi leggja sig fram fyrir Manchester United af því að hann er framúrskarandi leikmaður. Hann hefur frábæra sögu en núna er það allt í fortíðinni og við þurfum að horfa til framtíðar. Ég vil ekki eyða orku minni í svona lagað en ég gerði allt í mínu valdi til þess að færa hann nær liðinu vegna þess að ég met hans hæfileika,“ sagði Ten Hag við MUTV. Manchester Evening News birti í gær afrit af því sem Ten Hag hefur sagt við bresku pressuna nýlega um brottför Ronaldo frá félaginu. „Ég vildi hafa hann hjá félaginu frá því ég kom og þangað til núna. Hann vildi fara, það var frekar augljóst. Þegar leikmaður vill ekki vera hluti af félaginu þá þarf hann að fara, það fer ekki á milli mála.“ Bæði Ronaldo og Manchester United komust að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi leikmannsins eftir að viðtal Ronaldo við Morgan gert opinbert. Aðspurður að því hvort það hafi verið ákvörðun Ten Hag, eða einhvers ofar í goggunarröðinni hjá Manchester United, að rifta samningi Ronaldo segir Ten Hag það hafi ekki einu sinni þurft að ræða það. „Við þurftum ekki að ræða málið frekar. Það var var augljóst fyrir mér, Richard [Arnold, framkvæmdarstjóri United] og John [Murtough, yfirmann knattspyrnumála] að hann yrði að fara frá félaginu eftir viðtalið.“ Ten Hag segir að Ronaldo hafi aldrei talað við sig um að hann vildi yfirgefa félagið. „Þetta viðtal sem hann [Ronaldo] fór í, sem knattspyrnufélag þá getur þú ekki samþykkt svona lagað. Það verða að vera afleiðingar og hann vissi alveg það yrðu afleiðingar. Áður en hann fór í viðtalið sagði hann ekkert við mig. Hann sagði aldrei við mig að hann vildi fara.“ Síðasta sumar voru ýmsir fjölmiðlar að greina frá því að Ronaldo vildi yfirgefa United í félagaskiptaglugganum. Ten Hag segir að Ronaldo vildi ekki yfirgefa félagið þá. „Við töluðum saman í sumar. Hann sagði við mig þá að hann myndi láta mig vita eftir viku hvort hann vildi vera áfram eða ekki. Svo kom hann aftur og sagðist vilja vera áfram. Þangað til þetta viðtal var birt hafði ég ekki heyrt neitt annað,“ sagði Ten Hag og bætir við að hann hefði glaður vilja njóta krafta Ronaldo hjá Manchester United. „Síðasta tímabil skoraði hann 24 mörk, hvað er það sem liðið okkar vantar? Okkur vantar mörk.“ Knattspyrnustjórinn hefur ekki talað við Ronaldo eftir að viðtalið umtalaða var gert opinbert en hann segist samt ekki hafa horn í síðu Ronaldo og væri meira en tilbúinn að ræða við hann síðar. Hollendingurinn segist ekki hafa verið í einhverskonar valdabaráttu við Ronaldo en Ten Hag krefst þess að allir hjá félaginu séu að róa í sömu átt. „Til þess að knattspyrnufélag geti náð árangri þurfa allir áhrifavaldar innan félagsins að vera á sömu blaðsíðu og styðja hvorn annan. Það er eina leiðin til þess að félagið geti starfað og náð árangri,“ sagði Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. Afrit af viðtalinu í heild má lesa með því að smella hér. Ten Hag: "I wanted him Ronaldo to stay from the first moment until now. He wanted to leave - but before the interview, he never told me anything". 🔴 #MUFC"In summer Cristiano said: I will tell you in seven days if I want to stay. Then he came back and said: I want to stay". pic.twitter.com/NFNG5FHDSA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 10, 2022 Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 „Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01 Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18. nóvember 2022 07:30 United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18. nóvember 2022 13:00 Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. 22. nóvember 2022 17:43 „Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. 22. nóvember 2022 23:30 Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. 23. nóvember 2022 09:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
„Við vildum að hann væri hluti af verkefninu, að hann myndi leggja sig fram fyrir Manchester United af því að hann er framúrskarandi leikmaður. Hann hefur frábæra sögu en núna er það allt í fortíðinni og við þurfum að horfa til framtíðar. Ég vil ekki eyða orku minni í svona lagað en ég gerði allt í mínu valdi til þess að færa hann nær liðinu vegna þess að ég met hans hæfileika,“ sagði Ten Hag við MUTV. Manchester Evening News birti í gær afrit af því sem Ten Hag hefur sagt við bresku pressuna nýlega um brottför Ronaldo frá félaginu. „Ég vildi hafa hann hjá félaginu frá því ég kom og þangað til núna. Hann vildi fara, það var frekar augljóst. Þegar leikmaður vill ekki vera hluti af félaginu þá þarf hann að fara, það fer ekki á milli mála.“ Bæði Ronaldo og Manchester United komust að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi leikmannsins eftir að viðtal Ronaldo við Morgan gert opinbert. Aðspurður að því hvort það hafi verið ákvörðun Ten Hag, eða einhvers ofar í goggunarröðinni hjá Manchester United, að rifta samningi Ronaldo segir Ten Hag það hafi ekki einu sinni þurft að ræða það. „Við þurftum ekki að ræða málið frekar. Það var var augljóst fyrir mér, Richard [Arnold, framkvæmdarstjóri United] og John [Murtough, yfirmann knattspyrnumála] að hann yrði að fara frá félaginu eftir viðtalið.“ Ten Hag segir að Ronaldo hafi aldrei talað við sig um að hann vildi yfirgefa félagið. „Þetta viðtal sem hann [Ronaldo] fór í, sem knattspyrnufélag þá getur þú ekki samþykkt svona lagað. Það verða að vera afleiðingar og hann vissi alveg það yrðu afleiðingar. Áður en hann fór í viðtalið sagði hann ekkert við mig. Hann sagði aldrei við mig að hann vildi fara.“ Síðasta sumar voru ýmsir fjölmiðlar að greina frá því að Ronaldo vildi yfirgefa United í félagaskiptaglugganum. Ten Hag segir að Ronaldo vildi ekki yfirgefa félagið þá. „Við töluðum saman í sumar. Hann sagði við mig þá að hann myndi láta mig vita eftir viku hvort hann vildi vera áfram eða ekki. Svo kom hann aftur og sagðist vilja vera áfram. Þangað til þetta viðtal var birt hafði ég ekki heyrt neitt annað,“ sagði Ten Hag og bætir við að hann hefði glaður vilja njóta krafta Ronaldo hjá Manchester United. „Síðasta tímabil skoraði hann 24 mörk, hvað er það sem liðið okkar vantar? Okkur vantar mörk.“ Knattspyrnustjórinn hefur ekki talað við Ronaldo eftir að viðtalið umtalaða var gert opinbert en hann segist samt ekki hafa horn í síðu Ronaldo og væri meira en tilbúinn að ræða við hann síðar. Hollendingurinn segist ekki hafa verið í einhverskonar valdabaráttu við Ronaldo en Ten Hag krefst þess að allir hjá félaginu séu að róa í sömu átt. „Til þess að knattspyrnufélag geti náð árangri þurfa allir áhrifavaldar innan félagsins að vera á sömu blaðsíðu og styðja hvorn annan. Það er eina leiðin til þess að félagið geti starfað og náð árangri,“ sagði Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. Afrit af viðtalinu í heild má lesa með því að smella hér. Ten Hag: "I wanted him Ronaldo to stay from the first moment until now. He wanted to leave - but before the interview, he never told me anything". 🔴 #MUFC"In summer Cristiano said: I will tell you in seven days if I want to stay. Then he came back and said: I want to stay". pic.twitter.com/NFNG5FHDSA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 10, 2022
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 „Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01 Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18. nóvember 2022 07:30 United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18. nóvember 2022 13:00 Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. 22. nóvember 2022 17:43 „Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. 22. nóvember 2022 23:30 Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. 23. nóvember 2022 09:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05
Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30
Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31
„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01
Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18. nóvember 2022 07:30
United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18. nóvember 2022 13:00
Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. 22. nóvember 2022 17:43
„Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. 22. nóvember 2022 23:30
Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. 23. nóvember 2022 09:15