„Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 11:30 Sér einhver muninn? Vísir/E-Online Segja má að strákarnir í Körfuboltakvöldi hafi vart haldið vatni yfir frammistöðu Breiðabliks í síðasta leik liðsins í Subway deild karla í körfubolta. Sumir slefuðu þó meira en aðrir. „Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira