Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar Jakob Snævar Ólafsson skrifar 8. desember 2022 23:24 Kaflvíkingar unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Bára Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í röð sem halda sér í toppsætinu ásamt Val og Breiðablik fylgir í kjölfarið með leik til góða á morgun. Höttur tapaði sínum fjórða leik í röð en heldur níunda sætinu. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik. Höttur byrjaði betur, spilaði sterka vörn og hitti nokkuð vel, sérstaklega úr þriggja stiga skotum. Keflvíkingar skoruðu ekki sín fyrstu stig fyrr en þegar tvær og hálf mínúta var liðin af leiknum og náðu bara að skora átta stig í fyrsta leikhluta en Höttur nítján. Munurinn var um tíu stig þar til annar leikhluti var hálfnaður en þá fór taflið að snúast við. Höttur skoraði aðeins tvö stig það sem eftir var leikhlutans. Keflvíkingar fóru að leita minna undir körfuna þar sem Domynikas Milka hafði mætt harðri mótspyrnu og aðeins nýtt fjórðung skota sinna. Þeir juku flæðið og hraðann í sókninni. Um leið hertu þeir vörnina og skotnýting Hattar fór versnandi. Keflavík náði loks að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks og voru 29-27 yfir í hálfleik. Svo lítið var skorað í fyrri hálfleik að það er varla hægt að segja að nokkur leikmaður hafi staðið upp úr sóknarlega séð en bæði lið léku mjög góða vörn. Þetta var leikur lítilla sóknargæða og bæði lið hittu á endanum úr tæpum þriðjungi allra skota sinna. Meira var þó skorað í síðari hálfleik en nýting Keflvíkinga var skárri. Þeir spiluðu stífa vörn allan seinni hálfleikinn og náðu að skríða yfir 10 stiga mun. Stigahæstu menn þeirra í vetur Domynikas Milka og Eric Ayala hittu betur og leiddu sóknarleikinn. Hetti gekk bölvanlega að skora fram eftir þriðja leikhluta en náðu að bæta stigaskorið eftir því sem á leið og koma í veg fyrir stórsigur Keflvíkinga með góðum varnarleik. Til marks um erfiðleika Hattar í sókninni náði þeirra stigahæsti maður þeirra í vetur, Timothy Guers, að skríða yfir 10 stiga múrinn undir lok leiksins. Höttur náði ekki að komast nær en að minnka muninn í tæp 5 stig og endaði leikurinn með sigri Keflvíkinga 71-62. Af hverju vann Keflavík ? Þegar Keflvíkingar vöknuðu eftir arfaslakan fyrsta leikhluta náðu þeir að bæta sóknarleikinn og spila enn betri vörn það sem eftir lifði leiks. Það gerðist þó nokkrum sinnum að Höttur náði annað hvort ekki skoti áður en skotklukkan rann út eða náði slæmu skoti rétt áður en hún rann út. Höttur hafði betur í glímunni undir körfunni í byrjun og náði komast í góð skotfæri utan þriggja stiga línunnar. Eftir að Keflvíkingar hertu tökin í öðrum leikhluta voru þeir með stjórn á leiknum og þeir náðu völdum undir körfunni. Keflvíkingaróku á endanum fimmtíu fráköst á móti þrjátíu og fimm hjá Hetti. Höttur gerði Keflvíkingum oft erfitt fyrir í sóknarleik þeirra en náðu á endanum ekki að nýta það í sínum eiginn sóknarleik. Hverjir stóðu upp úr? Í sóknarleik stóð enginn upp úr í fyrri hálfleik en leikmenn stóðu sig almennt mjög vel í varnarleiknum. Eric Ayala og Dominykas Milka náðu að bæta sig í seinni hálfleik og skora samanlagt rúman helming stiga Keflvíkinga, Ayala skoraði átján og var með langbestu skotnýtinguna af byrjunarliðsmönnum Keflavíkur en Milka skoraði sautján. Milka tók á endanum stjórnina undir körfunni og var frákastahæstur á vellinum, með alls ellefu. Hvað gekk illa? Í einu orði sagt sóknarleikurinn. Hjá báðum liðum einkenndist hann lengi vel af miklu hnoði undir körfunni og baráttu. Hann gekk ágætlega hjá Hetti í fyrsta leikhluta en eftir það fór allt í baklás. Skotnýtingin var svipuð hjá báðum liðum í lok leiks en hún fór versnandi eftir því sem á leið hjá Hetti en batnandi hjá Keflavík. Stigahæsti maður Hattar í leiknum, Nemanja Knezevic, skoraði aðeins þrettán stig í leiknum og Timothy Guers skoraði tólf, en hafði skorað tæp tuttugu og tvö að meðaltali fyrir leikinn. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í bikarkeppninni þann 12. desember en þá mætir Keflavík grönnum sínum í Njarðvík á heimavelli en Höttur heimsækir KR. Næstu leikir liðanna í deildinni eru 15. desember en þá mætir Keflavík ÍR á heimavelli en Höttur fær Breiðablik í heimsókn. „Það var eins og við ætluðum að leggja ekki of mikið í þennan leik“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur sagði gæði leiksins ekki hafa verið mikil og fannst sínir menn ekki tilbúnir í byrjun leiks. „Ég veit að það er stórleikur á mánudaginn á móti Njarðvík en við þurfum að „respekta“ alla andstæðinga og gera allt af krafti.“ Hann vildi ekki meina að sínir menn hefðu vanmetið lið Hattar, eftir stóran sigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik á undan, heldur verið komnir fram úr sér og verið of mikið hugann við stórleikinn gegn Njarðvík í bikarkeppninni næstkomandi mánudag. „Það er kannski stærri leikur og þar er bikar og bærinn undir. Ég held að menn hafi ekki vanmetið Hött. Við vitum alveg að þeir geta spilað, fórum vel yfir þá og vorum með ákveðið plan sem mér fannst ganga þokkalega upp en það vantaði svolítið orkuna.“ Hjalti sagði að það hefði vantað upp á að hans menn legðu meira í leikinn. „Þetta byrjaði eiginlega ekki fyrr en Maggi kom inn á og Hörður með „aggression“. Það vantaði að fá fleiri upp og svo hittum við ekki neitt en sem betur fer hittu þeir ekki heldur.“ Næsta verkefni Hjalta og hans leikmanna er að skoða leik Njarðvíkur og undirbúa sig fyrir bikarleikinn á móti þeim, næsta mánudag. „Við getum spilað miklu betur en í dag. Það er himinn og haf milli þess hvernig við spiluðum á móti Val og hvernig við spiluðum í dag.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Höttur
Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í röð sem halda sér í toppsætinu ásamt Val og Breiðablik fylgir í kjölfarið með leik til góða á morgun. Höttur tapaði sínum fjórða leik í röð en heldur níunda sætinu. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik. Höttur byrjaði betur, spilaði sterka vörn og hitti nokkuð vel, sérstaklega úr þriggja stiga skotum. Keflvíkingar skoruðu ekki sín fyrstu stig fyrr en þegar tvær og hálf mínúta var liðin af leiknum og náðu bara að skora átta stig í fyrsta leikhluta en Höttur nítján. Munurinn var um tíu stig þar til annar leikhluti var hálfnaður en þá fór taflið að snúast við. Höttur skoraði aðeins tvö stig það sem eftir var leikhlutans. Keflvíkingar fóru að leita minna undir körfuna þar sem Domynikas Milka hafði mætt harðri mótspyrnu og aðeins nýtt fjórðung skota sinna. Þeir juku flæðið og hraðann í sókninni. Um leið hertu þeir vörnina og skotnýting Hattar fór versnandi. Keflavík náði loks að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks og voru 29-27 yfir í hálfleik. Svo lítið var skorað í fyrri hálfleik að það er varla hægt að segja að nokkur leikmaður hafi staðið upp úr sóknarlega séð en bæði lið léku mjög góða vörn. Þetta var leikur lítilla sóknargæða og bæði lið hittu á endanum úr tæpum þriðjungi allra skota sinna. Meira var þó skorað í síðari hálfleik en nýting Keflvíkinga var skárri. Þeir spiluðu stífa vörn allan seinni hálfleikinn og náðu að skríða yfir 10 stiga mun. Stigahæstu menn þeirra í vetur Domynikas Milka og Eric Ayala hittu betur og leiddu sóknarleikinn. Hetti gekk bölvanlega að skora fram eftir þriðja leikhluta en náðu að bæta stigaskorið eftir því sem á leið og koma í veg fyrir stórsigur Keflvíkinga með góðum varnarleik. Til marks um erfiðleika Hattar í sókninni náði þeirra stigahæsti maður þeirra í vetur, Timothy Guers, að skríða yfir 10 stiga múrinn undir lok leiksins. Höttur náði ekki að komast nær en að minnka muninn í tæp 5 stig og endaði leikurinn með sigri Keflvíkinga 71-62. Af hverju vann Keflavík ? Þegar Keflvíkingar vöknuðu eftir arfaslakan fyrsta leikhluta náðu þeir að bæta sóknarleikinn og spila enn betri vörn það sem eftir lifði leiks. Það gerðist þó nokkrum sinnum að Höttur náði annað hvort ekki skoti áður en skotklukkan rann út eða náði slæmu skoti rétt áður en hún rann út. Höttur hafði betur í glímunni undir körfunni í byrjun og náði komast í góð skotfæri utan þriggja stiga línunnar. Eftir að Keflvíkingar hertu tökin í öðrum leikhluta voru þeir með stjórn á leiknum og þeir náðu völdum undir körfunni. Keflvíkingaróku á endanum fimmtíu fráköst á móti þrjátíu og fimm hjá Hetti. Höttur gerði Keflvíkingum oft erfitt fyrir í sóknarleik þeirra en náðu á endanum ekki að nýta það í sínum eiginn sóknarleik. Hverjir stóðu upp úr? Í sóknarleik stóð enginn upp úr í fyrri hálfleik en leikmenn stóðu sig almennt mjög vel í varnarleiknum. Eric Ayala og Dominykas Milka náðu að bæta sig í seinni hálfleik og skora samanlagt rúman helming stiga Keflvíkinga, Ayala skoraði átján og var með langbestu skotnýtinguna af byrjunarliðsmönnum Keflavíkur en Milka skoraði sautján. Milka tók á endanum stjórnina undir körfunni og var frákastahæstur á vellinum, með alls ellefu. Hvað gekk illa? Í einu orði sagt sóknarleikurinn. Hjá báðum liðum einkenndist hann lengi vel af miklu hnoði undir körfunni og baráttu. Hann gekk ágætlega hjá Hetti í fyrsta leikhluta en eftir það fór allt í baklás. Skotnýtingin var svipuð hjá báðum liðum í lok leiks en hún fór versnandi eftir því sem á leið hjá Hetti en batnandi hjá Keflavík. Stigahæsti maður Hattar í leiknum, Nemanja Knezevic, skoraði aðeins þrettán stig í leiknum og Timothy Guers skoraði tólf, en hafði skorað tæp tuttugu og tvö að meðaltali fyrir leikinn. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í bikarkeppninni þann 12. desember en þá mætir Keflavík grönnum sínum í Njarðvík á heimavelli en Höttur heimsækir KR. Næstu leikir liðanna í deildinni eru 15. desember en þá mætir Keflavík ÍR á heimavelli en Höttur fær Breiðablik í heimsókn. „Það var eins og við ætluðum að leggja ekki of mikið í þennan leik“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur sagði gæði leiksins ekki hafa verið mikil og fannst sínir menn ekki tilbúnir í byrjun leiks. „Ég veit að það er stórleikur á mánudaginn á móti Njarðvík en við þurfum að „respekta“ alla andstæðinga og gera allt af krafti.“ Hann vildi ekki meina að sínir menn hefðu vanmetið lið Hattar, eftir stóran sigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik á undan, heldur verið komnir fram úr sér og verið of mikið hugann við stórleikinn gegn Njarðvík í bikarkeppninni næstkomandi mánudag. „Það er kannski stærri leikur og þar er bikar og bærinn undir. Ég held að menn hafi ekki vanmetið Hött. Við vitum alveg að þeir geta spilað, fórum vel yfir þá og vorum með ákveðið plan sem mér fannst ganga þokkalega upp en það vantaði svolítið orkuna.“ Hjalti sagði að það hefði vantað upp á að hans menn legðu meira í leikinn. „Þetta byrjaði eiginlega ekki fyrr en Maggi kom inn á og Hörður með „aggression“. Það vantaði að fá fleiri upp og svo hittum við ekki neitt en sem betur fer hittu þeir ekki heldur.“ Næsta verkefni Hjalta og hans leikmanna er að skoða leik Njarðvíkur og undirbúa sig fyrir bikarleikinn á móti þeim, næsta mánudag. „Við getum spilað miklu betur en í dag. Það er himinn og haf milli þess hvernig við spiluðum á móti Val og hvernig við spiluðum í dag.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti