Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Stefán Snær Ágústsson skrifar 7. desember 2022 20:00 Kiana Johnson þræðir boltann í gegnum Grindavíkur vörnina. Vísir/Vilhelm Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Landsliðsfyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir var kröftug í liði Vals í endurkomuleik sínum eftir tveggja ára dvöl í Belgíu. Leikurinn var jafn og skiptust liðin á að leiða en það voru Grindvíkingar sem voru yfir í hálfleik. Valskonur náðu þó að landa sigri eftir sterka frammistöðu í seinni hálfleik þar sem reynsla þeirra sýndi sig. Leikurinn byrjaði rólega en hvorugt liðið hafði sérstakan áhuga á að setja stig á töfluna til að byrja með. Þó lítið væri um körfur var hiti í leiknum sem olli því strax á fjórðu mínútu að Ásta Júlía Grímsdóttir varð fyrir því óhappi að brjóta tönn í baráttu inn í teig Grindavíkur en þetta tók hana úr leiknum og missti Valur þar hörkuleikmann beint á tannlæknastofuna. Það voru þó líka jákvæð tíðindi hjá Val þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir kom snemma inn á, eftir að hafa byrjað á bekknum, og var hún ekki lengi að láta til sín taka í þessum endurkomuleik. Fyrsti leikhluti endaði með jafntefli á milli liðanna en Valskonur gátu verið svekktar eftir að hafa misst niður forskotið rétt í lokin. Danielle Rodriguez í liði Grindavíkur var afkastamest með 6 stig. Danielle Rodriguez tekur á flug.Vísir/Vilhelm Seinni leikhluti var tileinkaður Danielle Rodriguez sem sýndi fantatakta og réð ríkjum á vellinum. Eftir 15 mínútna leik voru það Valskonur sem leiddu, með betri skotnýtingu eða 39 prósent gegn 35 prósent hjá Grindavík. Síðustu fimm mínútur seinni leikhluta tók Danielle Rodriguez alfarið yfir leikinn og kom Grindavík yfir í fyrsta sinn frá því í fyrsta leikhluta. Staðan var jöfn með tvær mínútur í leikhlé en þá nýtti þjálfari Grindavíkur, Þorleifur Ólafsson, tvö leikhlé til að stilla upp kerfi. Reyndist það góð ákvörðun og lokakarfa hálfleiksins kom eftir glæsilegt spil hjá Danielle Rodriguez sem lék á þrjá varnarmenn Vals og senti svo boltann á Amanda Okodugha sem kláraði tvist af öryggi. Var þá mikið fagnað á hliðarlínu Grindavíkur sem sáu kerfið skila árangri rétt fyrir leikhlé, staðan 33-37 Grindavík í vil í hálfleik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað hvað varðar stigasöfnun en þó sást aukin orka í leik Vals. Valskonur hentu í hápressu og ætluðu sér að rétta úr stöðunni sem var komin upp í hálfleik. Hildur Björg byrjaði að stjórna inn á miðju Vals og sýndi vel reynsluna sína. Valur náði aftur taki á leiknum á 26. mínútu þegar Simone Costa setti tvö, en fagnaðarlæti Ólafs þjálfara voru svo fyrirferðamikil að hann fékk viðvörun frá dómara. Hekla Eik Nökkvadóttir ber boltann upp og Dagbjört Dögg Karlsdóttir verst.Vísir/Vilhelm Valskonur stigu á bensíngjöfina og leiddu leikinn það sem eftir var. Besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik, Danielle Rodriguez, var ekki jafn afkastamikil í þeim seinni og sást það á stigafjöldanum en Grindavík náði aðeins að setja 26 stig í seinni hálfleik. Fjölmörg mistök í vörn Grindavíkur skiluðu sér í ódýrar körfur fyrir heimamenn sem þökkuðu fyrir sig og enduðu þriðja leikhlutann með 6 stiga forystu. Fjórði leikhluti spilaðist eins og þriðji, með Hildi Björgu í bílstjórasætinu, og náði Valur að auka forystuna í 10 stig sem hélst alveg til leikloka. Þorleifur þjálfari Grindavíkur nýtti sín leikhlé vel og barðist lið hans til enda en það var ekki nóg til að halda í reynslumikið lið Vals sem tók stigin tvö með sér heim. Af hverju vann Valur? Sterkur seinni hálfleikur skilaði sigrinum í endurkomusigri Vals í kvöld. Valskonur komu út úr klefanum í hálfleik af krafti og sýndu sóknartilþrif með hápressu. Reynslan í liði þeirra skilaði þessum sigri en þær sýndu meiri gæði og gerðu færri mistök miðað við gestina frá Grindavík. Valur setti fleiri stig í seinni hálfleik en þeim fyrri á meðan Grindavík gerði öfugt, slík stærðfræði getur bara farið á einn veg, það er að segja með tveimur stigum fyrir Val. Hverjar stóðu upp úr? Í fyrri hálfleik var Danielle Rodriguez áberandi besti leikmaður vallarins. Hún endaði leikinn stigahæst með 18 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Í seinni hálfleik tók landsliðsfyrirliðinn yfir og stjórnaði tempói leiksins en hún skilaði frá sér sannfærandi frammistöðu með 10 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Danielle Rodriguez reynir skot.Vísir/Vilhelm Það voru þó fleiri með góðar frammistöður í leiknum en þá ber helst að minnast á Kiana Johnson í liði Vals sem setti 12 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Kiana Johnson reynir að komast í gegnum þykkan varnarmúr Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Skotnýting liðanna var ekki upp á marga fiska en Valur nýtti 43 prósent af skotum þeirra á móti dapurlegri 38 prósent hjá Grindavík. Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í seinni hálfleik en ef liðið hefði fundið leið til að nýta hana betur út allan leikinn hefði það aukið sigurmöguleika gestanna. Grindavík náði ekki að byggja ofan á góðan fyrri hálfleik og munu fara svekktar heim eftir að hafa misst af ágætis tækifæri, þótt frammistaða þeirra hafi alls ekki verið til skammar. Hvað gerist næst? Valskonur fara sáttar frá borði eftir tvo sigurleiki í röð og með reynslumikinn leikmann að aðlagast vel inn í hópinn. Grindavík getur byggt ofan á þessa ágætis frammistöðu en verða svekktar að hafa nú tapað tveimur leikjum naumlega og það með stuttu millibili. Valur er með 18 stig í þriðja sæti deildarinnar og mætir Fjölni á útivelli í næsta leik en Grindavík er í fimmta sætinu með 8 stig og mætir toppliði Keflavíkur í næstu viku. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þjálfari Grindavíkur, Þorleifur Ólafsson, var með blendnar tilfiningar eftir tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í kvöld. „Ég er svekktur að tapa á móti Val með 10 stigum en svo spyr ég sjálfan mig ætti ég að vera svekktur að tapa á móti Val með 10 stigum. Ef ég lít á liðið yfir höfuð þá er ég svekktur að hafa tapað, mér finnst við hafa getað gert betur. Ég er samt alveg mjög stoltur af stelpunum, þær héldu áfram allan tímann, börðust allan tímann og gáfust aldrei upp og það var það sem ég bað þær um að gera svo ég veit ekki alveg hvernig mér líður“ Grindavík leiddi í hálfleik en missti svo niður forystuna snemma í seinni hálfleik og náði henni ekki aftur. „Við vorum að láta boltann ganga mjög vel [í fyrri hálfleik], varnarlega gekk þetta mjög vel hjá okkur. Við vorum að ráðast á réttu momentenum en svo setti Valur í annan gír og við náðum ekki alveg að fylgja eftir í þeim seinni.“ Danielle Rodriguez var besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik en var afkastaminni í þeim seinna, en hvað fór úrskeiðis? „Hún var ekki að hitta úr skotunum sínum og að einhverju leyti að taka rangar ákvarðanir. Yfir heildina samt getur maður ekki hitt úr öllu og hún var kannski orðin þreytt þarna á tímabili, ég náði aðeins að taka hana útaf og gefa henni smá hvíld en hún var of mikið með boltann og þannig endaði þetta. Hún er líka mjög góð varnarlega fyrir okkur og mikill leiðtogi en var bara ekki að hitta úr skotunum sínum í seinni hálfleik.“ Vonandi græjar hann bara nýja tönn í hana og hún verður klár í næsta leik Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Þjálfari Vals, Ólafur Jónas Sigurðsson, var í góðu skapi eftir annan sigur í röð í Subway-deild kvenna í kvöld. Hverjar voru hans fyrstu viðbrögð við sigrunum? „Bara góður. Með tveimur nýjum leikmönnum riðlast soldið sóknarleikur okkar og varnarleikurinn líka, allar færslur svolítið „off“ í dag, á báðum endum vallarins en það er eðlilegt. Ég talaði um það fyrir leikinn að við þyrftum að vera þolinmóð í gegnum þetta en það tókst ekki öllum að vera þolinmóð í dag en þetta hafðist og ég tek sigrinum mjög fagnandi.“ Ásta Júlía Grímsdóttir fór meidd af velli eftir aðeins þrjár mínútur og telur þjálfarinn að það hafi áhrif. „Það hefur gríðarlega áhrif, hún er búin að vera okkar stóri maður inn í teig í allan vetur og við erum vanari að hlaupa með hana undir körfunni. Svo kemur Hildur inn og gerir hrikalega vel en þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á okkur. Staðan á henni er sú að hún er á leiðinni til tannlæknis núna, hann var út að borða og ætlaði svo að hitta hana eftir mat þannig að vonandi græjar hann bara nýja tönn í hana og hún verður klár í næsta leik.“ Valur var undir í hálfleik en náði að snúa því við í seinni. Hverju breytti þjálfarinn í hálfleik? „Í sjálfu séð engu. Mér fannst orkustigið okkar soldið lélegt. Við byrjuðum að hlaupa svona meira í bakið á þeim í seinni hálfleik og svo kemur bekkurinn inn og við fáum 32 stig af bekk sem er frábært, við fengum soldið kraft af þeim. Mér fannst við líta soldið þreyttar út í dag og bekkurinn kom og steig virkilega upp.“ Hildur Björg Kjartansdóttir kom inn í lið Vals í kvöld eftir tveggja ára dvöl í belgíska boltanum. „Það er frábært að fá Hildi inn. Hún þekkir flestar þessar stelpur og hún býr yfir miklum gæðum bæði sóknar og varnarlega, hún er hreyfanleg, hleypur völlinn hrikalega vel og tekur góðar ákvarðanir. Hún mun koma með gæði inn í þetta og er leiðtogi” Komin í búning og tilbúin að spila Hildur Björg sneri aftur í lið Vals eftir dvöl í atvinnumennsku.Vísir/Vilhelm Hildur Björg Kjartansdóttir var sátt með heimkomu sína eftir sterkan sigur Vals á Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. „[Tilfiningin er] mjög góð, eins og maður vill hafa það” Vals lið Hildar var undir í hálfleik í leiknum en komu sterkar til baka í þeim seinni, hvað sagði þjálfarinn í hálfleik? „Þjappa okkur saman, rífa okkur í gang, gera allt aðeins betra, aðeins betra vörn, tala meira saman búa til smá læti og ná upp stemningu. Við náðum að bæta það í þriðja leikhluta, þetta var ekki allt fullkomið en nóg og gott í dag.” Hildur er alsátt að vera komin heim aftur í Val. „Ég er búin með eina og hálfa æfingu með þeim svo það er búið að vera smá svona „transition” tímabil en bara gott að vera komin, maður er komin í búning og tilbúin að spila” „Ég er búna vera spila úti svo ég myndi segja að ég væri í formi en náttúrulega ekki í takt við það sem þær eru að gera þannig við nýtum nú viku í spila okkur saman og vera á sömu blaðsíðu.” Subway-deild kvenna Valur UMF Grindavík
Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Landsliðsfyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir var kröftug í liði Vals í endurkomuleik sínum eftir tveggja ára dvöl í Belgíu. Leikurinn var jafn og skiptust liðin á að leiða en það voru Grindvíkingar sem voru yfir í hálfleik. Valskonur náðu þó að landa sigri eftir sterka frammistöðu í seinni hálfleik þar sem reynsla þeirra sýndi sig. Leikurinn byrjaði rólega en hvorugt liðið hafði sérstakan áhuga á að setja stig á töfluna til að byrja með. Þó lítið væri um körfur var hiti í leiknum sem olli því strax á fjórðu mínútu að Ásta Júlía Grímsdóttir varð fyrir því óhappi að brjóta tönn í baráttu inn í teig Grindavíkur en þetta tók hana úr leiknum og missti Valur þar hörkuleikmann beint á tannlæknastofuna. Það voru þó líka jákvæð tíðindi hjá Val þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir kom snemma inn á, eftir að hafa byrjað á bekknum, og var hún ekki lengi að láta til sín taka í þessum endurkomuleik. Fyrsti leikhluti endaði með jafntefli á milli liðanna en Valskonur gátu verið svekktar eftir að hafa misst niður forskotið rétt í lokin. Danielle Rodriguez í liði Grindavíkur var afkastamest með 6 stig. Danielle Rodriguez tekur á flug.Vísir/Vilhelm Seinni leikhluti var tileinkaður Danielle Rodriguez sem sýndi fantatakta og réð ríkjum á vellinum. Eftir 15 mínútna leik voru það Valskonur sem leiddu, með betri skotnýtingu eða 39 prósent gegn 35 prósent hjá Grindavík. Síðustu fimm mínútur seinni leikhluta tók Danielle Rodriguez alfarið yfir leikinn og kom Grindavík yfir í fyrsta sinn frá því í fyrsta leikhluta. Staðan var jöfn með tvær mínútur í leikhlé en þá nýtti þjálfari Grindavíkur, Þorleifur Ólafsson, tvö leikhlé til að stilla upp kerfi. Reyndist það góð ákvörðun og lokakarfa hálfleiksins kom eftir glæsilegt spil hjá Danielle Rodriguez sem lék á þrjá varnarmenn Vals og senti svo boltann á Amanda Okodugha sem kláraði tvist af öryggi. Var þá mikið fagnað á hliðarlínu Grindavíkur sem sáu kerfið skila árangri rétt fyrir leikhlé, staðan 33-37 Grindavík í vil í hálfleik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað hvað varðar stigasöfnun en þó sást aukin orka í leik Vals. Valskonur hentu í hápressu og ætluðu sér að rétta úr stöðunni sem var komin upp í hálfleik. Hildur Björg byrjaði að stjórna inn á miðju Vals og sýndi vel reynsluna sína. Valur náði aftur taki á leiknum á 26. mínútu þegar Simone Costa setti tvö, en fagnaðarlæti Ólafs þjálfara voru svo fyrirferðamikil að hann fékk viðvörun frá dómara. Hekla Eik Nökkvadóttir ber boltann upp og Dagbjört Dögg Karlsdóttir verst.Vísir/Vilhelm Valskonur stigu á bensíngjöfina og leiddu leikinn það sem eftir var. Besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik, Danielle Rodriguez, var ekki jafn afkastamikil í þeim seinni og sást það á stigafjöldanum en Grindavík náði aðeins að setja 26 stig í seinni hálfleik. Fjölmörg mistök í vörn Grindavíkur skiluðu sér í ódýrar körfur fyrir heimamenn sem þökkuðu fyrir sig og enduðu þriðja leikhlutann með 6 stiga forystu. Fjórði leikhluti spilaðist eins og þriðji, með Hildi Björgu í bílstjórasætinu, og náði Valur að auka forystuna í 10 stig sem hélst alveg til leikloka. Þorleifur þjálfari Grindavíkur nýtti sín leikhlé vel og barðist lið hans til enda en það var ekki nóg til að halda í reynslumikið lið Vals sem tók stigin tvö með sér heim. Af hverju vann Valur? Sterkur seinni hálfleikur skilaði sigrinum í endurkomusigri Vals í kvöld. Valskonur komu út úr klefanum í hálfleik af krafti og sýndu sóknartilþrif með hápressu. Reynslan í liði þeirra skilaði þessum sigri en þær sýndu meiri gæði og gerðu færri mistök miðað við gestina frá Grindavík. Valur setti fleiri stig í seinni hálfleik en þeim fyrri á meðan Grindavík gerði öfugt, slík stærðfræði getur bara farið á einn veg, það er að segja með tveimur stigum fyrir Val. Hverjar stóðu upp úr? Í fyrri hálfleik var Danielle Rodriguez áberandi besti leikmaður vallarins. Hún endaði leikinn stigahæst með 18 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Í seinni hálfleik tók landsliðsfyrirliðinn yfir og stjórnaði tempói leiksins en hún skilaði frá sér sannfærandi frammistöðu með 10 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Danielle Rodriguez reynir skot.Vísir/Vilhelm Það voru þó fleiri með góðar frammistöður í leiknum en þá ber helst að minnast á Kiana Johnson í liði Vals sem setti 12 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Kiana Johnson reynir að komast í gegnum þykkan varnarmúr Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Skotnýting liðanna var ekki upp á marga fiska en Valur nýtti 43 prósent af skotum þeirra á móti dapurlegri 38 prósent hjá Grindavík. Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í seinni hálfleik en ef liðið hefði fundið leið til að nýta hana betur út allan leikinn hefði það aukið sigurmöguleika gestanna. Grindavík náði ekki að byggja ofan á góðan fyrri hálfleik og munu fara svekktar heim eftir að hafa misst af ágætis tækifæri, þótt frammistaða þeirra hafi alls ekki verið til skammar. Hvað gerist næst? Valskonur fara sáttar frá borði eftir tvo sigurleiki í röð og með reynslumikinn leikmann að aðlagast vel inn í hópinn. Grindavík getur byggt ofan á þessa ágætis frammistöðu en verða svekktar að hafa nú tapað tveimur leikjum naumlega og það með stuttu millibili. Valur er með 18 stig í þriðja sæti deildarinnar og mætir Fjölni á útivelli í næsta leik en Grindavík er í fimmta sætinu með 8 stig og mætir toppliði Keflavíkur í næstu viku. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þjálfari Grindavíkur, Þorleifur Ólafsson, var með blendnar tilfiningar eftir tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í kvöld. „Ég er svekktur að tapa á móti Val með 10 stigum en svo spyr ég sjálfan mig ætti ég að vera svekktur að tapa á móti Val með 10 stigum. Ef ég lít á liðið yfir höfuð þá er ég svekktur að hafa tapað, mér finnst við hafa getað gert betur. Ég er samt alveg mjög stoltur af stelpunum, þær héldu áfram allan tímann, börðust allan tímann og gáfust aldrei upp og það var það sem ég bað þær um að gera svo ég veit ekki alveg hvernig mér líður“ Grindavík leiddi í hálfleik en missti svo niður forystuna snemma í seinni hálfleik og náði henni ekki aftur. „Við vorum að láta boltann ganga mjög vel [í fyrri hálfleik], varnarlega gekk þetta mjög vel hjá okkur. Við vorum að ráðast á réttu momentenum en svo setti Valur í annan gír og við náðum ekki alveg að fylgja eftir í þeim seinni.“ Danielle Rodriguez var besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik en var afkastaminni í þeim seinna, en hvað fór úrskeiðis? „Hún var ekki að hitta úr skotunum sínum og að einhverju leyti að taka rangar ákvarðanir. Yfir heildina samt getur maður ekki hitt úr öllu og hún var kannski orðin þreytt þarna á tímabili, ég náði aðeins að taka hana útaf og gefa henni smá hvíld en hún var of mikið með boltann og þannig endaði þetta. Hún er líka mjög góð varnarlega fyrir okkur og mikill leiðtogi en var bara ekki að hitta úr skotunum sínum í seinni hálfleik.“ Vonandi græjar hann bara nýja tönn í hana og hún verður klár í næsta leik Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Þjálfari Vals, Ólafur Jónas Sigurðsson, var í góðu skapi eftir annan sigur í röð í Subway-deild kvenna í kvöld. Hverjar voru hans fyrstu viðbrögð við sigrunum? „Bara góður. Með tveimur nýjum leikmönnum riðlast soldið sóknarleikur okkar og varnarleikurinn líka, allar færslur svolítið „off“ í dag, á báðum endum vallarins en það er eðlilegt. Ég talaði um það fyrir leikinn að við þyrftum að vera þolinmóð í gegnum þetta en það tókst ekki öllum að vera þolinmóð í dag en þetta hafðist og ég tek sigrinum mjög fagnandi.“ Ásta Júlía Grímsdóttir fór meidd af velli eftir aðeins þrjár mínútur og telur þjálfarinn að það hafi áhrif. „Það hefur gríðarlega áhrif, hún er búin að vera okkar stóri maður inn í teig í allan vetur og við erum vanari að hlaupa með hana undir körfunni. Svo kemur Hildur inn og gerir hrikalega vel en þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á okkur. Staðan á henni er sú að hún er á leiðinni til tannlæknis núna, hann var út að borða og ætlaði svo að hitta hana eftir mat þannig að vonandi græjar hann bara nýja tönn í hana og hún verður klár í næsta leik.“ Valur var undir í hálfleik en náði að snúa því við í seinni. Hverju breytti þjálfarinn í hálfleik? „Í sjálfu séð engu. Mér fannst orkustigið okkar soldið lélegt. Við byrjuðum að hlaupa svona meira í bakið á þeim í seinni hálfleik og svo kemur bekkurinn inn og við fáum 32 stig af bekk sem er frábært, við fengum soldið kraft af þeim. Mér fannst við líta soldið þreyttar út í dag og bekkurinn kom og steig virkilega upp.“ Hildur Björg Kjartansdóttir kom inn í lið Vals í kvöld eftir tveggja ára dvöl í belgíska boltanum. „Það er frábært að fá Hildi inn. Hún þekkir flestar þessar stelpur og hún býr yfir miklum gæðum bæði sóknar og varnarlega, hún er hreyfanleg, hleypur völlinn hrikalega vel og tekur góðar ákvarðanir. Hún mun koma með gæði inn í þetta og er leiðtogi” Komin í búning og tilbúin að spila Hildur Björg sneri aftur í lið Vals eftir dvöl í atvinnumennsku.Vísir/Vilhelm Hildur Björg Kjartansdóttir var sátt með heimkomu sína eftir sterkan sigur Vals á Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. „[Tilfiningin er] mjög góð, eins og maður vill hafa það” Vals lið Hildar var undir í hálfleik í leiknum en komu sterkar til baka í þeim seinni, hvað sagði þjálfarinn í hálfleik? „Þjappa okkur saman, rífa okkur í gang, gera allt aðeins betra, aðeins betra vörn, tala meira saman búa til smá læti og ná upp stemningu. Við náðum að bæta það í þriðja leikhluta, þetta var ekki allt fullkomið en nóg og gott í dag.” Hildur er alsátt að vera komin heim aftur í Val. „Ég er búin með eina og hálfa æfingu með þeim svo það er búið að vera smá svona „transition” tímabil en bara gott að vera komin, maður er komin í búning og tilbúin að spila” „Ég er búna vera spila úti svo ég myndi segja að ég væri í formi en náttúrulega ekki í takt við það sem þær eru að gera þannig við nýtum nú viku í spila okkur saman og vera á sömu blaðsíðu.”