„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 07:00 Sérfræðingar Lögmál leiksins hafa enga trú á að Denver Nuggets geri atlögu að meistaratitlinum þó liðið sé með Jókerinn sjálfan innan sinna raða. AAron Ontiveroz/Getty Images Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira