Leitin að skipverjanum ekki enn borið árangur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 5. desember 2022 19:46 Guðmundur Birgir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Leitinni að karlmanni, sem féll frá boði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa á laugardag var haldið áfram í dag. Hún hefur þó ekki borið árangur og henni hætt í kvöld. Leit hefst aftur í morgunsárið með varðskipi Landhelgisgæslunnar en óákveðið er hvort þyrlan verði kölluð út. Áhöfn varðskipsins Þórs og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafa farið fyrir leitinni ásamt aðstoð björgunarbáta frá Landsbjörg. Leitarsvæðið var stækkað í dag og er um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. „Aðstæður hafa verið góðar og aðgerðir tækjanna, skipa og þyrlu, hafa gengið vel en leit hefur ekki skilað árangri,“ segir Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um málið en leit hefur verið hætt í dag. Leit verður haldið áfram strax í birtingu á morgun og er ráðgert að varðskipið verði á svæðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þyrlan verði notuð. Þá verður leitarsvæðið stækkað. „Leitarsvæðin í raun og veru stækka alltaf sjálfkrafa eftir því sem frá líður vegna vaxandi óvissuþátta en við reynum að einbeita okkur auðvitað að svona kjarna svæðisins með þeim tækjum sem við munum hafa þá. Við verðum alla vega með varðskipið en við erum ekki búin að sjá hvort það verði fleiri tæki, fleiri skip eða loftför,“ segir Guðmundur. Aðgerðirnar voru sem mestar á laugardag og í gær, tóku alls 15 skip og bátar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni þegar mest var. „Þetta er búið að vera mjög umfangsmikil aðgerð og auðvitað leggjum við mesta kraftinn í hana í upphafi. Leitin hófst í myrkri og við leituðum þar fram á nótt en svo var ákveðið að draga úr leitinni og hvíla mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögregla tók skýrslu af skipstjóra Sighvats, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun en telur ljóst að um sé að ræða hörmulegt slys. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þar sem maðurinn er búsettur, í samtali við fréttastofu í dag að samfélagið í Grindavík sé harmi slegið og bíði þess að skipverjinn finnist. Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31 Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Þórs og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafa farið fyrir leitinni ásamt aðstoð björgunarbáta frá Landsbjörg. Leitarsvæðið var stækkað í dag og er um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. „Aðstæður hafa verið góðar og aðgerðir tækjanna, skipa og þyrlu, hafa gengið vel en leit hefur ekki skilað árangri,“ segir Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um málið en leit hefur verið hætt í dag. Leit verður haldið áfram strax í birtingu á morgun og er ráðgert að varðskipið verði á svæðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þyrlan verði notuð. Þá verður leitarsvæðið stækkað. „Leitarsvæðin í raun og veru stækka alltaf sjálfkrafa eftir því sem frá líður vegna vaxandi óvissuþátta en við reynum að einbeita okkur auðvitað að svona kjarna svæðisins með þeim tækjum sem við munum hafa þá. Við verðum alla vega með varðskipið en við erum ekki búin að sjá hvort það verði fleiri tæki, fleiri skip eða loftför,“ segir Guðmundur. Aðgerðirnar voru sem mestar á laugardag og í gær, tóku alls 15 skip og bátar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni þegar mest var. „Þetta er búið að vera mjög umfangsmikil aðgerð og auðvitað leggjum við mesta kraftinn í hana í upphafi. Leitin hófst í myrkri og við leituðum þar fram á nótt en svo var ákveðið að draga úr leitinni og hvíla mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögregla tók skýrslu af skipstjóra Sighvats, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun en telur ljóst að um sé að ræða hörmulegt slys. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þar sem maðurinn er búsettur, í samtali við fréttastofu í dag að samfélagið í Grindavík sé harmi slegið og bíði þess að skipverjinn finnist.
Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31 Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31
Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47