Viðskipti innlent

Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Jóhann Ingi Davíðsson, Heba Finnsdóttir, Fjóla Hermannsdóttir Tarnow og Carsten Tarnow.
Frá vinstri: Jóhann Ingi Davíðsson, Heba Finnsdóttir, Fjóla Hermannsdóttir Tarnow og Carsten Tarnow.

Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. 

Carsten og Fjóla taka við af Hebu Finnsdóttur og Jóhanni Inga Davíðssyni sem hafa rekið veitingastaðinn síðastliðin sextán ár. Nýir eigendur óska Hebu og Jóhanni velferðar og horfa með tilhlökkun til komandi tíma. 

„Við viljum koma á framfæri vinarhug og þakklæti til Hebu og Jóa fyrir að treysta okkur fyrir „barninu“ sínu sem Strikið er. Þau hafa unnið streitulaust í að gera Strikið að því fyrirmyndar fyrirtæki sem það er í dag hvað varðar gæði í mat og þjónustu og það er okkar loforð að við munum viðhalda því,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Striksins. 

Strikið er staðsett á fimmtu hæð Skipagötu 14 á Akureyri, oft kallað Alþýðuhúsið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×