Erlent

Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskur slökkviliðsmaður berst við eld í íbúðarhúsi. 
Úkraínskur slökkviliðsmaður berst við eld í íbúðarhúsi.  AP Photo/Efrem Lukatsky

Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 

Honum er þó ekki fagnað þetta árið enda eru um sex milljónir íbúa landsins án rafmagns sökum árása Rússa á orkuinnviði.

Þetta sagði Volodomír Selenskí í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Níu eru sagðir hafa látið lífið af völdum eldsvoða í landinu eftir að hafa kveikt eld í íbúðum sínum til að reyna að halda á sér hita. 131 eldur kom upp að sögn slökkviliðsins og voru 106 þeirra í íbúðarhúsum.

Það eru mun fleiri brunar á einum sólarhring en í meðalári.


Tengdar fréttir

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hart barist í hakkavélinni við Bakhmut

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins hétu því í gær að Úkraína fengi á endanum inngöngu í bandalagið og að frekari hernaðaraðstoð yrði send til Úkraínumanna. Því var einnig lofað að bandalagið myndi aðstoða Úkraínumenn við uppbyggingu að stríðinu loknu.

Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni

Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×