Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hart barist í hakkavélinni við Bakhmut Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Úkraínskir hermenn skjóta á Rússa nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. AP/LIBKOS Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins hétu því í gær að Úkraína fengi á endanum inngöngu í bandalagið og að frekari hernaðaraðstoð yrði send til Úkraínumanna. Því var einnig lofað að bandalagið myndi aðstoða Úkraínumenn við uppbyggingu að stríðinu loknu. Þetta kom fram á fundi utanríkisráðherra NATO í Búkarest í Rúmeníu í gær. Á fundinum í Búkarest sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að dyr bandalagsins væru opnar. Vísaði hann til þess að Norður-Makedónía og Svartfjallaland hefðu nýverið gengið til liðs við bandalagið og sagði að Finnland og Svíþjóð yrðu brátt einnig meðlimir. Stoltenberg sagði Rússa ekki hafa neitunarvald varðandi það hvaða ríki vildu ganga til liðs við bandalagið. „Vladimír Pútín [forseti Rússlands] getur ekki neitað fullvalda þjóðum um að taka eigin ákvarðanir sem ógna ekki Rússlandi. Ég held að hann sé hræddur við lýðræði og frelsi, og það sé helst það sem hann sé andvígur,“ sagði Stoltenberg, samkvæmt AP fréttaveitunni. President Putin is trying to weaponise winter... But we will continue to support Ukraine for as long as it takes. We will not back down." @jensstoltenberg outlines #NATO's unwavering support for #Ukraine - including fuel & generators - at the Bucharest #ForMin pic.twitter.com/yBT1TKkciy— Oana Lungescu (@NATOpress) November 29, 2022 Langt í inngöngu ef af verður Sama hvað Stoltenberg segir og þó Úkraínumenn hafi sótt um hraða afgreiðslu á umsóknaraðild þeirra, þá er Úkraína ekki að fara að ganga inn í NATO í bráð. Ekki á meðan ríkið er enn í stríði við Rússa og á meðan Rússar stjórna Krímskaga. Utanríkisráðherra Slóvakíu sagði þó að ríki bandalagsins þyrftu að undirbúa Úkraínumenn fyrir inngöngu svo þegar viðræður gætu farið fram, myndu þær taka stuttan tíma. Í frétt AP segir að margir af þeim sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að áherslu þyrfti að leggja á það að hjálpa Úkraínumönnum að sigra Rússa. Stoltenberg sagði í ræðu sinni að mikilvægt væri að tryggja að Pútín myndi ekki vinna og því þyrfti að styðja Úkraínu. Vilja Patriot-loftvarnarkerfi Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, var á fundinum. Hann þakkaði fyrir þá aðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið en sagði þörf á meiru. Stríðið héldi áfram. Kuleba sagði að það sem Úkraínumenn þyrftu hvað mest á að halda væru spennistöðvar og svokölluð Patriot-loftvarnarkerfi, sem hönnuð eru til að skjóta niður bæði orrustuþotur og eldflaugar og stýriflaugar. We are on the same page with @JensStoltenberg on all issues. At NATO ministerial in Bucharest I thank allies for their assistance and urge: faster, faster, faster. Faster provision and production of weapons for Ukraine. Faster delivery of assistance to restore our energy system. pic.twitter.com/rCvmY6DIPf— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) November 29, 2022 Stoltenberg mun hafa staðfest að umræða um að afhenda Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínumanna væri til skoðunar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þjóðverjar gætu sent slík kerfi til Póllands en Pólverjar segja réttara að senda þau beint til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig sagt að líklega verði fleiri Gepard-loftvarnarkerfi send til Úkraínu. Úkraínumenn hafa kallað eftir fleiri slíkum vopnakerfum og segja þau sérstaklega skilvirk gegn sjálfsprengidrónum sem Rússar hafa fengið frá Íran. Fá spennistöðvar í massavís Varðandi spennistöðvar virðist sem Úkraínumenn muni fá mikið af þeim á næstunni. Á fundi utanríkisráðherranna hélt Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hliðarfund þar sem hann reyndi að safna aðstoð til Úkraínumanna varðandi orkumál þar í landi en Rússar hafa gert umfangsmiklar stýriflauga- og drónaárásir á orkuver og dreifikerfi landsins og víða hefur verið rafmagnslaust þar í landi, á sama tíma og kólnað hefur töluvert. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur ríkisins erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Blinken tilkynnti svo í gær að ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi verja rúmum 53 milljónum dala til að aðstoða Úkraínumenn varðandi raforkukerfi landsins. Þjóðverjar og aðrir slógu á svipaða strengi og hétu aðstoð. Þjóðverjar ætla til að mynda að senda spennistöðvar fyrir um 56 milljónir dala til Úkraínu og Finnar ætla sömuleiðis að senda spennistöðvar. Þetta er til viðbótar við yfirlýsingu forsvarsmanna Evrópusambandsins frá því á föstudaginn um að sendar yrðu um tvö hundruð spennistöðvar til Úkraínu og um fjörutíu stórar ljósavélar. Russia's attacks on Ukraine s energy grid have increased dramatically, cruelly designed to inflict maximum suffering on Ukrainian civilians, including families. Today the U.S. announced over $53 M to help Ukrainians persevere through the winter. https://t.co/rsLD1YhBLq— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) November 29, 2022 Rússar ná árangri við Bakhmut Víglínur hafa lítið breyst á undanfarinni viku en harðir bardagar geysa þó víða og sérstaklega við Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð takmörkuðum árangri eftir margra mánaða tilraunir til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Þá herja Úkraínumenn á Rússa norðar á víglínunum við bæina Svatove og Kreminna í Luhansk-héraði. Rússneskir hermenn við Bakhmut eru sagðir þurfa að sækja fram gegn víggirtum vörnum Úkraínumanna og þar með gera sig berskjaldaða gagnvart stórskotaliði.AP/LIBKOS Fregnir hafa þó borist af því að bæði Úkraínumenn og Rússar hafi verið að flytja þá hermenn sína sem voru að berjast í Kherson á aðra staði á víglínunum í austri. Um þessar mundir er væta og leðja að leika báðar fylkingar grátt í austurhluta Úkraínu en mögulegt er að þegar það fer að frysta almennilega muni bæði Úkraínumenn og Rússar reyna að finna veikleika á vörnum hvorra annarra. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar reyndu að sækja fram víða í austurhluta landsins og væru að „undirbúa eitthvað“ í suðri. Ástandið væri erfitt. Herforingjaráð Úkraínu sagði í morgun að undanfarinn sólarhring hefðu sex sóknir Rússa á Donbas-svæðinu verið stöðvaðar. Stöðuna á víglínunum í Úkraínu má sjá hér að neðan á kortum bandarísku hugveitunnar Institue for the study of war. NEW: #Russian forces made marginal gains around #Bakhmut today, but Russian forces remain unlikely to have advanced at the tempo that Russian sources claimed.https://t.co/kDSRVeN0Yp pic.twitter.com/TKc1wxAmro— ISW (@TheStudyofWar) November 30, 2022 Bardagarnir við Bakhmut virðast hafa verið sérstaklega harðir á undanförnum vikum og myndefni þaðan hefur gjarnarn verið líkt við aðstæður sem þekktust í fyrri heimsstyrjöldinni. Borgin er nánast öll í rúst og nánast umhverfi hennar lítið annað en sprengjugígar og leðja. New York Times sagði frá því um helgina að á einum degi nýlega hefðu 240 manns, þar af flestir hermenn, verið fluttir á sjúkrahús í borginni. Starfsmenn sögðu blaðamönnum að Rússar hefðu aukið árásir sínar verulega. Málaliðahópurinn Wagner Group hefur leitt aðgerðir Rússa við Bakhmut á undanförnum mánuðum. Þar hefur þó hins vegar orðið breyting á samkvæmt heimildarmönnum NYT úr röðum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússar eru sagðir hafa sent vana hermenn sem voru í Kherson-héraði til Bakhmut. Úkraínumenn hafa samhliða því sömuleiðis sent mikið magn liðsauka á svæðið. These photos from the trenches near Bakhmut reveal a lot. They give the struggle for Bakhmut scope, perspective, smell, cold, mud, dirt, and blood. It s also about the unbelievable efforts of Ukrainian defenders. Photo Viktor Borinets#StandWithUkraine pic.twitter.com/qRD8BHIGqx— Oleksandra Matviichuk (@avalaina) November 27, 2022 Sérfræðingar hafa átt erfitt með að átta sig á því af hverju Rússar hafa lagt svo mikið kapp á að hernema Bakhmut. Fyrr í innrás þeirra hafi það virst nauðsynlegt og hefði borgin getað reynst Rússum stökkpallur lengra inn í Úkraínu og þá sérstaklega að borgunum Sloviansk og Kramatorsk. Þeir dagar eru þó liðnir. Rússneski herinn er ekki í ástandi til að ná þeim tveimur borgum. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir NYT að forsvarsmenn hersins séu líklega undir áhrifum frá stjórnmálamönnum sem hafi sett hernum óraunhæfar kröfur. Þó Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Bakhmut segja þeir Rússa hafa það mun verr. Þeir þurfi að sækja fram gegn víggirtum varnarlínum Úkraínumanna og það geri rússneska hermenn berskjaldaða gegn stórskotaliði og vélbyssum. Átökunum við Bakhmut hefur ítrekað verið líkt við hakkavél. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CNN frá Bakhmut þar sem meðal annars er sýnt hvernig Úkraínumenn nota dróna til að stýra stórskotaliðsárásum. Much of the battle for Bakhmut is fought underground, in bunkers where Ukrainian solders use real-time feeds from consumer drones to direct artillery attacks. pic.twitter.com/EIn23L7qfY— Mick Krever (@mickbk) November 30, 2022 Þriðjungur fjárlaga til varnarmála Yfirvöld í Rússlandi ætla að verja nærri því þriðjungi af fjárlögum næsta árs í varnar- og öryggismál, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að skera verulega niður í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og vegagerð vegna áherslunnar á varnarmálin. Reuters segir Rússa ætla að verja um 155 milljörðum dala í varnarmál á næsta ári en þar er um mikla aukningu að ræða. Það er þó einungis um átján prósent af fjárútlátum Bandaríkjanna til varnarmála. Rússar munu þó þurfa í mikla enduruppbyggingu á herafla sínum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir „Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45 Bandaríkin og Rússland hafi leiðir til að höndla kjarnorkuógnina Það eru til staðar úrræði fyrir Bandaríkin og Rússland að draga úr áhættunni á kjarnorkustríði, hefur ríkisfréttastofan Ria Novosti eftir fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Engir fundir um ógnina eru á dagskrá, segir hún. 28. nóvember 2022 06:52 Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21 Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta kom fram á fundi utanríkisráðherra NATO í Búkarest í Rúmeníu í gær. Á fundinum í Búkarest sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að dyr bandalagsins væru opnar. Vísaði hann til þess að Norður-Makedónía og Svartfjallaland hefðu nýverið gengið til liðs við bandalagið og sagði að Finnland og Svíþjóð yrðu brátt einnig meðlimir. Stoltenberg sagði Rússa ekki hafa neitunarvald varðandi það hvaða ríki vildu ganga til liðs við bandalagið. „Vladimír Pútín [forseti Rússlands] getur ekki neitað fullvalda þjóðum um að taka eigin ákvarðanir sem ógna ekki Rússlandi. Ég held að hann sé hræddur við lýðræði og frelsi, og það sé helst það sem hann sé andvígur,“ sagði Stoltenberg, samkvæmt AP fréttaveitunni. President Putin is trying to weaponise winter... But we will continue to support Ukraine for as long as it takes. We will not back down." @jensstoltenberg outlines #NATO's unwavering support for #Ukraine - including fuel & generators - at the Bucharest #ForMin pic.twitter.com/yBT1TKkciy— Oana Lungescu (@NATOpress) November 29, 2022 Langt í inngöngu ef af verður Sama hvað Stoltenberg segir og þó Úkraínumenn hafi sótt um hraða afgreiðslu á umsóknaraðild þeirra, þá er Úkraína ekki að fara að ganga inn í NATO í bráð. Ekki á meðan ríkið er enn í stríði við Rússa og á meðan Rússar stjórna Krímskaga. Utanríkisráðherra Slóvakíu sagði þó að ríki bandalagsins þyrftu að undirbúa Úkraínumenn fyrir inngöngu svo þegar viðræður gætu farið fram, myndu þær taka stuttan tíma. Í frétt AP segir að margir af þeim sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að áherslu þyrfti að leggja á það að hjálpa Úkraínumönnum að sigra Rússa. Stoltenberg sagði í ræðu sinni að mikilvægt væri að tryggja að Pútín myndi ekki vinna og því þyrfti að styðja Úkraínu. Vilja Patriot-loftvarnarkerfi Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, var á fundinum. Hann þakkaði fyrir þá aðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið en sagði þörf á meiru. Stríðið héldi áfram. Kuleba sagði að það sem Úkraínumenn þyrftu hvað mest á að halda væru spennistöðvar og svokölluð Patriot-loftvarnarkerfi, sem hönnuð eru til að skjóta niður bæði orrustuþotur og eldflaugar og stýriflaugar. We are on the same page with @JensStoltenberg on all issues. At NATO ministerial in Bucharest I thank allies for their assistance and urge: faster, faster, faster. Faster provision and production of weapons for Ukraine. Faster delivery of assistance to restore our energy system. pic.twitter.com/rCvmY6DIPf— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) November 29, 2022 Stoltenberg mun hafa staðfest að umræða um að afhenda Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínumanna væri til skoðunar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þjóðverjar gætu sent slík kerfi til Póllands en Pólverjar segja réttara að senda þau beint til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig sagt að líklega verði fleiri Gepard-loftvarnarkerfi send til Úkraínu. Úkraínumenn hafa kallað eftir fleiri slíkum vopnakerfum og segja þau sérstaklega skilvirk gegn sjálfsprengidrónum sem Rússar hafa fengið frá Íran. Fá spennistöðvar í massavís Varðandi spennistöðvar virðist sem Úkraínumenn muni fá mikið af þeim á næstunni. Á fundi utanríkisráðherranna hélt Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hliðarfund þar sem hann reyndi að safna aðstoð til Úkraínumanna varðandi orkumál þar í landi en Rússar hafa gert umfangsmiklar stýriflauga- og drónaárásir á orkuver og dreifikerfi landsins og víða hefur verið rafmagnslaust þar í landi, á sama tíma og kólnað hefur töluvert. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur ríkisins erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Blinken tilkynnti svo í gær að ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi verja rúmum 53 milljónum dala til að aðstoða Úkraínumenn varðandi raforkukerfi landsins. Þjóðverjar og aðrir slógu á svipaða strengi og hétu aðstoð. Þjóðverjar ætla til að mynda að senda spennistöðvar fyrir um 56 milljónir dala til Úkraínu og Finnar ætla sömuleiðis að senda spennistöðvar. Þetta er til viðbótar við yfirlýsingu forsvarsmanna Evrópusambandsins frá því á föstudaginn um að sendar yrðu um tvö hundruð spennistöðvar til Úkraínu og um fjörutíu stórar ljósavélar. Russia's attacks on Ukraine s energy grid have increased dramatically, cruelly designed to inflict maximum suffering on Ukrainian civilians, including families. Today the U.S. announced over $53 M to help Ukrainians persevere through the winter. https://t.co/rsLD1YhBLq— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) November 29, 2022 Rússar ná árangri við Bakhmut Víglínur hafa lítið breyst á undanfarinni viku en harðir bardagar geysa þó víða og sérstaklega við Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð takmörkuðum árangri eftir margra mánaða tilraunir til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Þá herja Úkraínumenn á Rússa norðar á víglínunum við bæina Svatove og Kreminna í Luhansk-héraði. Rússneskir hermenn við Bakhmut eru sagðir þurfa að sækja fram gegn víggirtum vörnum Úkraínumanna og þar með gera sig berskjaldaða gagnvart stórskotaliði.AP/LIBKOS Fregnir hafa þó borist af því að bæði Úkraínumenn og Rússar hafi verið að flytja þá hermenn sína sem voru að berjast í Kherson á aðra staði á víglínunum í austri. Um þessar mundir er væta og leðja að leika báðar fylkingar grátt í austurhluta Úkraínu en mögulegt er að þegar það fer að frysta almennilega muni bæði Úkraínumenn og Rússar reyna að finna veikleika á vörnum hvorra annarra. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar reyndu að sækja fram víða í austurhluta landsins og væru að „undirbúa eitthvað“ í suðri. Ástandið væri erfitt. Herforingjaráð Úkraínu sagði í morgun að undanfarinn sólarhring hefðu sex sóknir Rússa á Donbas-svæðinu verið stöðvaðar. Stöðuna á víglínunum í Úkraínu má sjá hér að neðan á kortum bandarísku hugveitunnar Institue for the study of war. NEW: #Russian forces made marginal gains around #Bakhmut today, but Russian forces remain unlikely to have advanced at the tempo that Russian sources claimed.https://t.co/kDSRVeN0Yp pic.twitter.com/TKc1wxAmro— ISW (@TheStudyofWar) November 30, 2022 Bardagarnir við Bakhmut virðast hafa verið sérstaklega harðir á undanförnum vikum og myndefni þaðan hefur gjarnarn verið líkt við aðstæður sem þekktust í fyrri heimsstyrjöldinni. Borgin er nánast öll í rúst og nánast umhverfi hennar lítið annað en sprengjugígar og leðja. New York Times sagði frá því um helgina að á einum degi nýlega hefðu 240 manns, þar af flestir hermenn, verið fluttir á sjúkrahús í borginni. Starfsmenn sögðu blaðamönnum að Rússar hefðu aukið árásir sínar verulega. Málaliðahópurinn Wagner Group hefur leitt aðgerðir Rússa við Bakhmut á undanförnum mánuðum. Þar hefur þó hins vegar orðið breyting á samkvæmt heimildarmönnum NYT úr röðum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússar eru sagðir hafa sent vana hermenn sem voru í Kherson-héraði til Bakhmut. Úkraínumenn hafa samhliða því sömuleiðis sent mikið magn liðsauka á svæðið. These photos from the trenches near Bakhmut reveal a lot. They give the struggle for Bakhmut scope, perspective, smell, cold, mud, dirt, and blood. It s also about the unbelievable efforts of Ukrainian defenders. Photo Viktor Borinets#StandWithUkraine pic.twitter.com/qRD8BHIGqx— Oleksandra Matviichuk (@avalaina) November 27, 2022 Sérfræðingar hafa átt erfitt með að átta sig á því af hverju Rússar hafa lagt svo mikið kapp á að hernema Bakhmut. Fyrr í innrás þeirra hafi það virst nauðsynlegt og hefði borgin getað reynst Rússum stökkpallur lengra inn í Úkraínu og þá sérstaklega að borgunum Sloviansk og Kramatorsk. Þeir dagar eru þó liðnir. Rússneski herinn er ekki í ástandi til að ná þeim tveimur borgum. Michael Kofman, sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir NYT að forsvarsmenn hersins séu líklega undir áhrifum frá stjórnmálamönnum sem hafi sett hernum óraunhæfar kröfur. Þó Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli við Bakhmut segja þeir Rússa hafa það mun verr. Þeir þurfi að sækja fram gegn víggirtum varnarlínum Úkraínumanna og það geri rússneska hermenn berskjaldaða gegn stórskotaliði og vélbyssum. Átökunum við Bakhmut hefur ítrekað verið líkt við hakkavél. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CNN frá Bakhmut þar sem meðal annars er sýnt hvernig Úkraínumenn nota dróna til að stýra stórskotaliðsárásum. Much of the battle for Bakhmut is fought underground, in bunkers where Ukrainian solders use real-time feeds from consumer drones to direct artillery attacks. pic.twitter.com/EIn23L7qfY— Mick Krever (@mickbk) November 30, 2022 Þriðjungur fjárlaga til varnarmála Yfirvöld í Rússlandi ætla að verja nærri því þriðjungi af fjárlögum næsta árs í varnar- og öryggismál, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að skera verulega niður í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og vegagerð vegna áherslunnar á varnarmálin. Reuters segir Rússa ætla að verja um 155 milljörðum dala í varnarmál á næsta ári en þar er um mikla aukningu að ræða. Það er þó einungis um átján prósent af fjárútlátum Bandaríkjanna til varnarmála. Rússar munu þó þurfa í mikla enduruppbyggingu á herafla sínum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir „Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45 Bandaríkin og Rússland hafi leiðir til að höndla kjarnorkuógnina Það eru til staðar úrræði fyrir Bandaríkin og Rússland að draga úr áhættunni á kjarnorkustríði, hefur ríkisfréttastofan Ria Novosti eftir fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Engir fundir um ógnina eru á dagskrá, segir hún. 28. nóvember 2022 06:52 Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21 Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45
Bandaríkin og Rússland hafi leiðir til að höndla kjarnorkuógnina Það eru til staðar úrræði fyrir Bandaríkin og Rússland að draga úr áhættunni á kjarnorkustríði, hefur ríkisfréttastofan Ria Novosti eftir fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Engir fundir um ógnina eru á dagskrá, segir hún. 28. nóvember 2022 06:52
Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21
Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29