Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 13:12 Sergey Cherkasov er talinn vera njósnari en yfirvöld í Rússlandi halda því fram að hann sé heróínsmyglari og vilja fá hann framseldan til Rússlands. Facebook Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. Cherkasov var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir skjalafals og annað. Nú vilja Rússar hins vegar fá hann aftur heim en þeir þvertaka fyrir að Cherkasov sé njósnari. Þess í stað halda Rússar því fram að hann sé heróínsmyglari sem sé eftirlýstur í Rússlandi og vilja fá hann framseldan. Yfirvöld í Rússlandi sögðu Cherkasvo ekki vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, heldur væri hann eftirlýstur glæpamaður. Rússar sendu fjölmörg dómskjöl máli sínu til stuðnings til Brasilíu en þar kom fram að Cherkasov væri meðlimur í glæpagengi sem smyglaði heróíni frá Afganistan til Rússlands og seldi þar í landi á milli 2011 og 2013. Hæstiréttur Brasilíu þarf að ákveða að framselja Cherkasov til Rússlands og verði það gert yrði Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti, eða Luiz Inácio Lula da Silva, arftaki hans, að staðfesta þá niðurstöðu. Blaðamenn VG í Noregi og rannsakendur Bellingcat hafa komið höndum yfir gögnin sem Rússar sendur til Brasilíu. Þeir segja fjölmargar stórar holur á bæði gögnunum og sögu Rússa. Njósnarar GRU hafa verið handteknir víða og nú nýverið bæði í Noregi og í Svíþjóð. Sjá einnig: Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Gögn sem rannsakendur Bellingcat hafa keypt á svarta markaði Rússlands sýna meðal annars að Cherkasov ferðaðist reglulega til Rússlands á eigin nafni á þeim tíma sem hann á að hafa verið eftirlýstur þar. Þá birtust ákærurnar gegn Cherkasov ekki á sakaskrá hans fyrr en eftir að hann var handtekinn í Brasilíu, nærri því tíu árum eftir að hann átti að hafa verið bendlaður við áðurnefnt heróínsmygl. Dómsmálið sem Rússar vísa til er raunverulegt en svo virðist sem Cherkasvo hafi verið bætt inn í dómsskjölin í því máli. Nafn hans fannst ekki í fyrstu útgáfu skjalanna sem voru enn á vefsíðu dómstóls í Moskvu og þrír lögmenn sem komu að málinu könnuðust ekki við hafa heyrt eða lesið nafnið Cherkasov í skjölunum. Þá er mikið ósamræmi í skjölunum um það hvort og hvenær Cherkasov á að hafa verið handtekinn fyrir smygl. Í einu skjali segir að Cherkasov hafi smyglað heróíni frá júlí 2011 til ágúst 2013, þegar hann á að hafa verið handtekinn. Gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi benda hins vegar til þess að Cherkasov hafi verið í Brasilíu á þessum tíma. Þar bjó hann sem Ferreira og starfaði hjá ferðaskrifstofu við að byggja upp gervi sitt. Hann var einnig í námi í Johns Hopkins í Bandaríkjunum um tíma sem Ferreira. Gögnin sýna að hann ferðaðist aftur til Rússlands sem Cherkasov í júní 2015 en þá átti hann að vera eftirlýstur þar. Ekki í fyrsta sinn sem Rússar falsa ásakanir gegn eigin útsendurum Rannsóknarsamtökin segja þetta ekki í fyrsta sinn sem Rússar reyna að frelsa njósnara með því að falsa ásakanir sem þessar gegn þeim. Það eigi einnig við í máli Artem Uss, sem er sonur ríkisstjóra frá Síberíu. Hann var handtekinn á Ítalíu í október vegna ákæru gegn honum í Bandaríkjunum. Uss er sakaður um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og hafa Bandaríkjamenn farið fram á að hann verði framseldur frá Ítalíu. Rússar hafa á sama tíma höfðað mál gegn Uss og ákært hann fyrir fjárþvætti. Þeir vilja að hann verði framseldur til Rússlands. Eins og í máli Cherkasvos, þá birtist sú ákæra ekki á sakaskrá Rússlands fyrr en eftir að hann var handtekinn á Ítalíu. Þegar Tyrkir handtóku hælisleitanda frá Téténíu árið 2017 fóru Frakkar fram á að hann yrði framseldur til þeirra þar sem hann væri grunaður um að hafa komið að morðinu á Alexander Pereplichny árið 2012. Rússar kröfðust þess á sama tíma að maðurinn yrði framseldur til þeirra og héldu því fram að hann héti Valid Lurakhmaev og væri eftirlýstur. Maðurinn var framseldur til Rússlands en seinna kom í ljós að hann hét ekki Valid Lurakhmaev, heldur Alexander Fedin og að hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna (FSB) sem launmorðingi. Rússland Brasilía Holland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Cherkasov var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir skjalafals og annað. Nú vilja Rússar hins vegar fá hann aftur heim en þeir þvertaka fyrir að Cherkasov sé njósnari. Þess í stað halda Rússar því fram að hann sé heróínsmyglari sem sé eftirlýstur í Rússlandi og vilja fá hann framseldan. Yfirvöld í Rússlandi sögðu Cherkasvo ekki vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, heldur væri hann eftirlýstur glæpamaður. Rússar sendu fjölmörg dómskjöl máli sínu til stuðnings til Brasilíu en þar kom fram að Cherkasov væri meðlimur í glæpagengi sem smyglaði heróíni frá Afganistan til Rússlands og seldi þar í landi á milli 2011 og 2013. Hæstiréttur Brasilíu þarf að ákveða að framselja Cherkasov til Rússlands og verði það gert yrði Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti, eða Luiz Inácio Lula da Silva, arftaki hans, að staðfesta þá niðurstöðu. Blaðamenn VG í Noregi og rannsakendur Bellingcat hafa komið höndum yfir gögnin sem Rússar sendur til Brasilíu. Þeir segja fjölmargar stórar holur á bæði gögnunum og sögu Rússa. Njósnarar GRU hafa verið handteknir víða og nú nýverið bæði í Noregi og í Svíþjóð. Sjá einnig: Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Gögn sem rannsakendur Bellingcat hafa keypt á svarta markaði Rússlands sýna meðal annars að Cherkasov ferðaðist reglulega til Rússlands á eigin nafni á þeim tíma sem hann á að hafa verið eftirlýstur þar. Þá birtust ákærurnar gegn Cherkasov ekki á sakaskrá hans fyrr en eftir að hann var handtekinn í Brasilíu, nærri því tíu árum eftir að hann átti að hafa verið bendlaður við áðurnefnt heróínsmygl. Dómsmálið sem Rússar vísa til er raunverulegt en svo virðist sem Cherkasvo hafi verið bætt inn í dómsskjölin í því máli. Nafn hans fannst ekki í fyrstu útgáfu skjalanna sem voru enn á vefsíðu dómstóls í Moskvu og þrír lögmenn sem komu að málinu könnuðust ekki við hafa heyrt eða lesið nafnið Cherkasov í skjölunum. Þá er mikið ósamræmi í skjölunum um það hvort og hvenær Cherkasov á að hafa verið handtekinn fyrir smygl. Í einu skjali segir að Cherkasov hafi smyglað heróíni frá júlí 2011 til ágúst 2013, þegar hann á að hafa verið handtekinn. Gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi benda hins vegar til þess að Cherkasov hafi verið í Brasilíu á þessum tíma. Þar bjó hann sem Ferreira og starfaði hjá ferðaskrifstofu við að byggja upp gervi sitt. Hann var einnig í námi í Johns Hopkins í Bandaríkjunum um tíma sem Ferreira. Gögnin sýna að hann ferðaðist aftur til Rússlands sem Cherkasov í júní 2015 en þá átti hann að vera eftirlýstur þar. Ekki í fyrsta sinn sem Rússar falsa ásakanir gegn eigin útsendurum Rannsóknarsamtökin segja þetta ekki í fyrsta sinn sem Rússar reyna að frelsa njósnara með því að falsa ásakanir sem þessar gegn þeim. Það eigi einnig við í máli Artem Uss, sem er sonur ríkisstjóra frá Síberíu. Hann var handtekinn á Ítalíu í október vegna ákæru gegn honum í Bandaríkjunum. Uss er sakaður um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og hafa Bandaríkjamenn farið fram á að hann verði framseldur frá Ítalíu. Rússar hafa á sama tíma höfðað mál gegn Uss og ákært hann fyrir fjárþvætti. Þeir vilja að hann verði framseldur til Rússlands. Eins og í máli Cherkasvos, þá birtist sú ákæra ekki á sakaskrá Rússlands fyrr en eftir að hann var handtekinn á Ítalíu. Þegar Tyrkir handtóku hælisleitanda frá Téténíu árið 2017 fóru Frakkar fram á að hann yrði framseldur til þeirra þar sem hann væri grunaður um að hafa komið að morðinu á Alexander Pereplichny árið 2012. Rússar kröfðust þess á sama tíma að maðurinn yrði framseldur til þeirra og héldu því fram að hann héti Valid Lurakhmaev og væri eftirlýstur. Maðurinn var framseldur til Rússlands en seinna kom í ljós að hann hét ekki Valid Lurakhmaev, heldur Alexander Fedin og að hann starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna (FSB) sem launmorðingi.
Rússland Brasilía Holland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira