„Er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. nóvember 2022 09:00 Adam Örn í leik með Leikni Reykjavík sumarið 2022. Hann kom þangað á láni eftir að hafa fengið fá í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét Adam Örn Arnarson spilaði í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa spilað til fjölda ára sem atvinnumaður. Hann er án félags í dag en stefnir á að láta að sér kveða í sumar og sýna fólki hér á landi að hann sé enn sami leikmaður og spilaði við góðan orðstír í atvinnumennsku í öll þessi ár. Hinn 27 ára gamli bakvörður hafði verið erlendis í hartnær áratug þegar hann samdi við uppeldisfélag sitt Breiðablik rétt fyrir síðasta tímabil. Hann missti af undirbúningstímabilinu og meiddist lítillega þegar hann var að koma sér af stað á nýjan leik en hefur verið heill síðan. Hann fékk þó lítið sem ekkert að spila hjá Blikum og fór á láni til Leiknis Reykjavíkur um mitt sumar. „Ég er alveg heill núna og líður vel í skrokknum í dag. Ég náði að tengja leiki í lok tímabils með Leikni og ef maður horfir á það eftir á var það gott fyrir mig en það gekk ekki nægilega vel hjá liðinu í heild. Það var smá eins og Leikni hafi verið ætlað að falla. Fyrir mig var gott að fara og spila þessa leiki og sýna að maður sé ekki alger hækja. Ég var búinn að vera heill lengi hjá Breiðablik en fékk aldrei sénsinn.“ Adam Örn gekk í raðir Breiðabliks á nýjan leik fyrir síðasta tímabil.Breiðablik Adam Örn tók fram að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hann færi á lán en á sama tíma vildi þjálfarinn ekki missa hann úr hópnum. „Miðað við hvernig þetta var búið að vera þá langaði mig frekar að fara og vera nokkuð viss um að ég fengi að spila frekar en að sitja á bekknum og vona það besta.“ Hann klórar sér hins vegar í höfðinu yfir að hafa ekki fengið fleiri tækifæri hjá Blikum þar sem þeir hafa nú þegar keypt nýjan hægri bakvörð og eftir að Adam Örn fór á láni þá spilaði Andri Rafn Yeoman nokkra leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Það gerir mann svona frekar pirraðan. Ég veit að ég get spilað í Breiðablik sem bakvörður, og þeir vita sjálfir hvað ég get.“ Blikar hafa ekki endanlega lokað á Adam Örn og mögulega endurkomu í Kópavoginn en það eru komnar nokkrar vikur síðan hann heyrði í einhverjum hjá félaginu. „Ég fékk SMS frá Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, eftir viðtalið hjá Fótbolti.net. Hann vildi tala við mig augliti til auglitis en síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Það var fyrir mánuði síðan.“ „Persónulega finnst mér þetta frekar mikil vonbrigði. Þetta er uppeldisfélagið og mér líður eins og þetta sé létt virðingarleysi. Svo er pabbi í stjórn stuðningsmannaklúbbi Breiðabliks. Við höfum alltaf gert allt fyrir Breiðablik og þetta er mjög skrítin framkoma, finnst mér.“ „Hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ Meiðslin sem Adam Örn var að glíma við í tæplega eitt og hálft ár áður en hann samdi við Breiðablik eru á bak og burt. Hann segist meira en klár í að hefja nýtt undirbúningstímabil af krafti og sýna fólki hér á landi hvað í honum býr. „Ég var í basli með sinina sem fer úr lærinu og upp í rassfestuna. Hún var alltaf bólgin eða skemmd, eins og ég skildi þetta. Var með verki niður vinstra lærið. Það hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ „Var látinn spila og æfa sem gerði þetta bara enn verra. Vorum við að spila á hræðilegu gervigrasi [hjá Tromsø], var eins og að spila á steypu. Það voru margir leikmenn að glíma við meiðsli út af undirlaginu.“ Adam Örn í leik með Tromsø.Tromsø „Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ Adam Örn lék einn leik í Bestu deild karla með Blikum sumarið 2012 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrst fór hann til NEC Nijmegen í Hollandi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku, Álasunds í Noregi, Górnik Zabrze í Póllandi og loks Tromsø í Noregi. Þá hefur hann spilað einn A-landsleik, gegn Mexíkó árið 2017, ásamt 43 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. „Ég myndi ekki titla mig sem „iðnaðarbakvörð.“ Spilaði sem vængbakvörður í Noregi og studdi mikið við sóknarleikinn. Þegar ég er í leikformi þá hleyp ég mikið, er upp og niður vænginn, er að gefa fyrir og styðja við sóknarleikinn. Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ „Ég hef oft hugsað út í það hvort maður hafi fengið smá að gjalda fyrir að skapa sér ekki nafn heima. Það virkar þannig á mann að þeir sem skapa sér nafn heima fá meiri umfjöllun og meiri athygli.“ „Ég er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get. Vil sýna að ég sé enn sami leikmaður og spilaði alla þessa leiki úti. Að maður sé einn af toppbakvörðunum hérna heima.“ Adam Örn í leik með Nordsjælland.Lars Ronbog/Getty Images Vill vera í sínu besta formi „Ég vil ekki hafa þetta eins og í fyrra, að ég sé að mæta í eitthvað lið rétt fyrir mót. Langar að ná heilu undirbúningstímabili og æfa með liði áður en það er farið inn í mótið.“ „Ég er búinn að vera í viðræðum við eitt lið í Bestu en ég get alveg viðurkennt það að það kom mér persónulega á óvart að það sé ekki meira á borðinu. Miðað við það sem maður hefur verið að gera undanfarin ár, ég veit ekki hvort menn séu hræddir við þetta síðasta eitt og hálfa ár þegar ég var meiddur.“ „Það getur vel verið að það sé kominn einhver meiðslastimpill á mann en mér líður vel í dag og spenntur fyrir að fara inn í nýtt tímabil,“ sagði Adam Örn Arnarson að endingu. Adam Örn Arnarson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu á sínum tíma.vísir/ernir Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Hinn 27 ára gamli bakvörður hafði verið erlendis í hartnær áratug þegar hann samdi við uppeldisfélag sitt Breiðablik rétt fyrir síðasta tímabil. Hann missti af undirbúningstímabilinu og meiddist lítillega þegar hann var að koma sér af stað á nýjan leik en hefur verið heill síðan. Hann fékk þó lítið sem ekkert að spila hjá Blikum og fór á láni til Leiknis Reykjavíkur um mitt sumar. „Ég er alveg heill núna og líður vel í skrokknum í dag. Ég náði að tengja leiki í lok tímabils með Leikni og ef maður horfir á það eftir á var það gott fyrir mig en það gekk ekki nægilega vel hjá liðinu í heild. Það var smá eins og Leikni hafi verið ætlað að falla. Fyrir mig var gott að fara og spila þessa leiki og sýna að maður sé ekki alger hækja. Ég var búinn að vera heill lengi hjá Breiðablik en fékk aldrei sénsinn.“ Adam Örn gekk í raðir Breiðabliks á nýjan leik fyrir síðasta tímabil.Breiðablik Adam Örn tók fram að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hann færi á lán en á sama tíma vildi þjálfarinn ekki missa hann úr hópnum. „Miðað við hvernig þetta var búið að vera þá langaði mig frekar að fara og vera nokkuð viss um að ég fengi að spila frekar en að sitja á bekknum og vona það besta.“ Hann klórar sér hins vegar í höfðinu yfir að hafa ekki fengið fleiri tækifæri hjá Blikum þar sem þeir hafa nú þegar keypt nýjan hægri bakvörð og eftir að Adam Örn fór á láni þá spilaði Andri Rafn Yeoman nokkra leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Það gerir mann svona frekar pirraðan. Ég veit að ég get spilað í Breiðablik sem bakvörður, og þeir vita sjálfir hvað ég get.“ Blikar hafa ekki endanlega lokað á Adam Örn og mögulega endurkomu í Kópavoginn en það eru komnar nokkrar vikur síðan hann heyrði í einhverjum hjá félaginu. „Ég fékk SMS frá Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, eftir viðtalið hjá Fótbolti.net. Hann vildi tala við mig augliti til auglitis en síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Það var fyrir mánuði síðan.“ „Persónulega finnst mér þetta frekar mikil vonbrigði. Þetta er uppeldisfélagið og mér líður eins og þetta sé létt virðingarleysi. Svo er pabbi í stjórn stuðningsmannaklúbbi Breiðabliks. Við höfum alltaf gert allt fyrir Breiðablik og þetta er mjög skrítin framkoma, finnst mér.“ „Hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ Meiðslin sem Adam Örn var að glíma við í tæplega eitt og hálft ár áður en hann samdi við Breiðablik eru á bak og burt. Hann segist meira en klár í að hefja nýtt undirbúningstímabil af krafti og sýna fólki hér á landi hvað í honum býr. „Ég var í basli með sinina sem fer úr lærinu og upp í rassfestuna. Hún var alltaf bólgin eða skemmd, eins og ég skildi þetta. Var með verki niður vinstra lærið. Það hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ „Var látinn spila og æfa sem gerði þetta bara enn verra. Vorum við að spila á hræðilegu gervigrasi [hjá Tromsø], var eins og að spila á steypu. Það voru margir leikmenn að glíma við meiðsli út af undirlaginu.“ Adam Örn í leik með Tromsø.Tromsø „Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ Adam Örn lék einn leik í Bestu deild karla með Blikum sumarið 2012 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrst fór hann til NEC Nijmegen í Hollandi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku, Álasunds í Noregi, Górnik Zabrze í Póllandi og loks Tromsø í Noregi. Þá hefur hann spilað einn A-landsleik, gegn Mexíkó árið 2017, ásamt 43 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. „Ég myndi ekki titla mig sem „iðnaðarbakvörð.“ Spilaði sem vængbakvörður í Noregi og studdi mikið við sóknarleikinn. Þegar ég er í leikformi þá hleyp ég mikið, er upp og niður vænginn, er að gefa fyrir og styðja við sóknarleikinn. Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ „Ég hef oft hugsað út í það hvort maður hafi fengið smá að gjalda fyrir að skapa sér ekki nafn heima. Það virkar þannig á mann að þeir sem skapa sér nafn heima fá meiri umfjöllun og meiri athygli.“ „Ég er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get. Vil sýna að ég sé enn sami leikmaður og spilaði alla þessa leiki úti. Að maður sé einn af toppbakvörðunum hérna heima.“ Adam Örn í leik með Nordsjælland.Lars Ronbog/Getty Images Vill vera í sínu besta formi „Ég vil ekki hafa þetta eins og í fyrra, að ég sé að mæta í eitthvað lið rétt fyrir mót. Langar að ná heilu undirbúningstímabili og æfa með liði áður en það er farið inn í mótið.“ „Ég er búinn að vera í viðræðum við eitt lið í Bestu en ég get alveg viðurkennt það að það kom mér persónulega á óvart að það sé ekki meira á borðinu. Miðað við það sem maður hefur verið að gera undanfarin ár, ég veit ekki hvort menn séu hræddir við þetta síðasta eitt og hálfa ár þegar ég var meiddur.“ „Það getur vel verið að það sé kominn einhver meiðslastimpill á mann en mér líður vel í dag og spenntur fyrir að fara inn í nýtt tímabil,“ sagði Adam Örn Arnarson að endingu. Adam Örn Arnarson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu á sínum tíma.vísir/ernir
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira