Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2022 11:03 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að nýta fjármagn í að auka varnarmátt lögreglumanna og fangavarða til að bregðast við nýju umhverfi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira