Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 25. nóvember 2022 23:37 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52
Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44