Kynnir litaflokkun til leiks á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2022 14:31 Hakið fræga má sjá hér á myndinni. Í næstu viku verða hökin litaflokkuð. Getty/NurPhoto/Nikolas Kokovlis Twitter hyggst taka í gagnið litaflokkuð hök við reikninga á Twitter sem gefa til kynna að um hinn rétta aðila sé um að ræða á bak við viðkomandi reikning. Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku.
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira