Margdæmdum skattsvikara gert að greiða 130 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 07:01 Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar er dæmdur fyrir skattalagabrot. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns. Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira