Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 17:04 Tölvuteiknuð mynd af WASP-39b. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. Litrófsgreiningin var gerð á andrúmslofti gasrisans WASP-39b sem er á braut um stjörnu sem svipar til sólarinnar okkar í um 700 ljósára fjarlægð. Með því að greina það hvaða áhrif andrúmsloft reikistjarna hefur á ljósgeisla sem fara í gegnum það má greina innihald andrúmsloftsins . Meðal þess sem fannst í andrúmslofti gasrisans er koltvísýringur, kalín, vatn, brennisteinsdíoxíð og sódíum. Þá fundust skýr merki efnabreytinga vegna ljóss, sem er samkvæmt NASA ein af grunnstoðum lífs hér á jörðinni. What else does the data tell us? First detection of sulfur dioxide in an exoplanet atmosphere Concrete evidence of photochemistry (fundamental for life on Earth) Its clouds may be broken up, not one uniform blanket Clues to how the planet formed— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) November 22, 2022 Niðurstöðurnar þykja benda til þess að vel muni ganga að gera sambærilegar greiningar á andrúmslofti annarra fjarreikistjarna, eins og til að mynda í TRAPPIST-sólkerfinu. Sjá einnig: Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Á vef NASA er haft eftir vísindamönnum sem komu að því að gera litrófsgreininguna að þeir hafi verið búnir að spá fyrir um hvaða efni þeir myndu sjá í andrúmslofti WASP-39b. Nákvæmni Webb hafi þó komið þeim á óvart og farið langt fram úr væntingum. Það muni gera rannsóknir á öðrum fjarreikistjörnum mjög spennandi. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Bandaríkin Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Litrófsgreiningin var gerð á andrúmslofti gasrisans WASP-39b sem er á braut um stjörnu sem svipar til sólarinnar okkar í um 700 ljósára fjarlægð. Með því að greina það hvaða áhrif andrúmsloft reikistjarna hefur á ljósgeisla sem fara í gegnum það má greina innihald andrúmsloftsins . Meðal þess sem fannst í andrúmslofti gasrisans er koltvísýringur, kalín, vatn, brennisteinsdíoxíð og sódíum. Þá fundust skýr merki efnabreytinga vegna ljóss, sem er samkvæmt NASA ein af grunnstoðum lífs hér á jörðinni. What else does the data tell us? First detection of sulfur dioxide in an exoplanet atmosphere Concrete evidence of photochemistry (fundamental for life on Earth) Its clouds may be broken up, not one uniform blanket Clues to how the planet formed— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) November 22, 2022 Niðurstöðurnar þykja benda til þess að vel muni ganga að gera sambærilegar greiningar á andrúmslofti annarra fjarreikistjarna, eins og til að mynda í TRAPPIST-sólkerfinu. Sjá einnig: Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Á vef NASA er haft eftir vísindamönnum sem komu að því að gera litrófsgreininguna að þeir hafi verið búnir að spá fyrir um hvaða efni þeir myndu sjá í andrúmslofti WASP-39b. Nákvæmni Webb hafi þó komið þeim á óvart og farið langt fram úr væntingum. Það muni gera rannsóknir á öðrum fjarreikistjörnum mjög spennandi.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Bandaríkin Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira