Innlent

Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsis­vist á Spáni

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kristján Einar segist hafa setið inni í átta mánuði en sé nú frjáls.
Kristján Einar segist hafa setið inni í átta mánuði en sé nú frjáls. Instagram

Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum.

Kristján var handtekinn á Spáni fyrr á þessu ári og gekk myndband af handtökunni um samfélagsmiðla.

Fyrr í kvöld deildi hann myndbandi af sér á sólarströnd þar sem hann segist nú loksins frjáls.

„Eftir átta mánuði í „the cárcel“ þá er ég frjáls. Og hef ég sögur að segja, madre mia!,“ segir Kristján.

Kristján er fyrrverandi unnusti Svölu Björgvins söngkonu en þau trúlofuðu sig í desember 2020 og fékk Kristján sér húðflúr af nafni Svölu á úlnlið sinn það sama ár.

Áður hefur Kristján verið dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot hérlendis og hefur auk þess verið kærður fyrir líkamsárás en hann var sýknaður af henni í maí 2021.


Tengdar fréttir

Kristján Einar sá sem hand­tekinn var á Spáni

Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Kristján Einar sýknaður af á­kæru um líkams­á­rás

Kristján Einar Sigur­björns­son, unnusti söng­konunnar Svölu Björg­vins­dóttur, var í dag sýknaður af á­kæru um líkams­á­rás í Lands­rétti. Dómi héraðs­dóms í málinu var þannig snúið við en Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkams­á­rásina í desember 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×