Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2022 23:18 Holmes mætir í dómssal í San Jose í Kaliforníu í dag með maka sínum Billy Evans. Getty Images/Justin Sullivan Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. Holmes sem er 38 ára felldi tár í dómsal og sagðist finna til vegna allra þeirra sem hún hefði blekkt. Talið er líklegt að Holmes áfrýi niðurstöðunni. Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök við meðferð málsins. Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðuna í janúar varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik. Sjónvarpsþættirnir The Dropout fjalla um blekkingar Holmes. Frétt BBC. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Holmes sem er 38 ára felldi tár í dómsal og sagðist finna til vegna allra þeirra sem hún hefði blekkt. Talið er líklegt að Holmes áfrýi niðurstöðunni. Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök við meðferð málsins. Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðuna í janúar varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik. Sjónvarpsþættirnir The Dropout fjalla um blekkingar Holmes. Frétt BBC.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira