Innlent

Hinn látni var á sjö­tugs­aldri

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um eldinn barst til lögreglu og slökkviliðs snemma í gærmorgun.
Tilkynning um eldinn barst til lögreglu og slökkviliðs snemma í gærmorgun. Vísir/Egill

Búið er að bera kennsl á lík mannsins sem fannst í húsbílnum við Lónsbraut í Hafnarfirði í gærmorgun. Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn á miðlægri rannsóknardeild hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, í samtali við Vísi. „Já, það er vitað hver þetta var. Þetta var maður á sjötugsaldri.“

Margeir segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem gerðar voru á vettvangi í gær og að það muni taka sinn tíma. Ekki sé þó grunur um saknæmt athæfi.

Lögreglunni barst tilkynning eldinn um klukkan sex í gærmorgun. Lögregla og slökkvilið mætti þá á staðinn og var bíllinn þá alelda.


Tengdar fréttir

Lést þegar kviknaði í húsbíl í Hafnarfirði

Karlmaður lést þegar kviknaði í húsbíl við Lónsbraut í Hafnarfirði snemma í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×