Innlent

Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kristrún Frostadóttir er sá stjórnmálamaður sem landsmenn segjast treysta best þessi dægrin.
Kristrún Frostadóttir er sá stjórnmálamaður sem landsmenn segjast treysta best þessi dægrin. Vísir/Vilhelm

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun.

Síðustu misseri og ár hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra borið höfuð og herðar yfir aðra formenn flokkanna þegar hugur landsmanna er kannaður og minnir blaðið á könnun sem gerð var í október í fyrra á vegum Maskínu þar sem tæp 60 prósent svarenda vildu Katrínu sem forsætisráðherra á meðan enginn annar leiðtogi náði tíu prósentum.

Nú er öldin önnur og trónir Kristrún á toppnum með rúmlega tuttugu og fimm prósent þegar spurt er hvaða leiðtoga fólk treysti best. Katrín kemur næst með tæp átján prósent og þriðji er Bjarni Benediktsson með rúm fimmtán prósent.

Kristrún nýtur eins og við var að búast yfirgnæfandi stuðnings innan Samfylkingarinnar en hún fær einnig nokkurn stuðning úr öðrum flokkum, 53 prósent þeirra sem segjast kjósa Sósíalistaflokkinn segjast treysta henni best, 23 prósent Viðreisnarfólks og 16 prósent Pírata.

Níutíu prósent kjósenda VG treysta hinsvegar Katrínu best en það gera einnig 15 prósent Sjálfstæðismanna, 14 prósent Sósíalista og 13 prósent Frasóknarmanna. Bjarni nýtur síðan stuðnings 70 prósenta Sjálfstæðismanna, en hann fær hinsvegar lítinn sem engan stuðning út fyrir flokk sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×