„Ég var nálægt því að ganga til liðs við City“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:25 Ronaldo segir að hann hafi verið nálægt því að ganga til liðs við Manchester City. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo segir í viðtalinu umtalaða við fjölmiðlamanninn Piers Morgan að litlu hafi munað að hann myndi ganga til liðs við Manchester City sumarið 2021. Alex Ferguson var sá sem náði að sannfæra hann um að ganga frekar til liðs við Manchester United. Í knattspyrnuheiminum hefur fátt annað verið rætt undanfarna daga en viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo leikmann Manchester United. Í viðtalinu hefur komið fram víðtæk gagnrýni frá Ronaldo, gagnvart United, Erik Ten Hag þjálfara liðsins og ýmsu öðru sem tengist Ronaldo. „Í sannleika sagt þá munaði litlu,“ svaraði Ronaldo þegar hann var spurður út í sögusagnirnar um félagaskipti hans frá Juventus til City. „Þeir töluðu mikið saman og Guardiola sagði fyrir tveimur vikum að þeir hefðu reynt mjög ákaft að fá mig. En eins og þú veist þá er sagan mín hjá Manchester United. Hjarta þitt, að líða eins og þér leið áður, það gerði gæfumuninn. Og að sjálfsögðu, einnig Alex Ferguson. Þetta var spurning um samviskuna og hjartað lætur mann vita á þeim augnablikum.“ „Ég held að samtalið við Ferguson hafi verið lykillinn. Ég myndi ekki segja að ég hafi ekki verið nálægt því að ganga til liðs við City. Ég held að ég hafi tekið ákvörðun út frá samviskunni. Ég sé ekki eftir því.“ Hann segir Ferguson hafi sagt við sig að það væri ómögulegt fyrir hann að ganga til liðs við City. „Ferguson var lykillinn. Ég talaði við hann og hann sagði: Það er ómögulegt að þú gangir til liðs við City. Ég svaraði: Allt í lagi stjóri.“ „Ég tók ákvörðunina og ég endurtek. Samviskan mín sagði mér að þetta væri góð ákvörðun.“ Ronaldo er mættur til æfinga hjá portúgalska landsliðinu í lokaundirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Hann æfði þó ekki með liðinu í dag vegna veikinda. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum hefur fátt annað verið rætt undanfarna daga en viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo leikmann Manchester United. Í viðtalinu hefur komið fram víðtæk gagnrýni frá Ronaldo, gagnvart United, Erik Ten Hag þjálfara liðsins og ýmsu öðru sem tengist Ronaldo. „Í sannleika sagt þá munaði litlu,“ svaraði Ronaldo þegar hann var spurður út í sögusagnirnar um félagaskipti hans frá Juventus til City. „Þeir töluðu mikið saman og Guardiola sagði fyrir tveimur vikum að þeir hefðu reynt mjög ákaft að fá mig. En eins og þú veist þá er sagan mín hjá Manchester United. Hjarta þitt, að líða eins og þér leið áður, það gerði gæfumuninn. Og að sjálfsögðu, einnig Alex Ferguson. Þetta var spurning um samviskuna og hjartað lætur mann vita á þeim augnablikum.“ „Ég held að samtalið við Ferguson hafi verið lykillinn. Ég myndi ekki segja að ég hafi ekki verið nálægt því að ganga til liðs við City. Ég held að ég hafi tekið ákvörðun út frá samviskunni. Ég sé ekki eftir því.“ Hann segir Ferguson hafi sagt við sig að það væri ómögulegt fyrir hann að ganga til liðs við City. „Ferguson var lykillinn. Ég talaði við hann og hann sagði: Það er ómögulegt að þú gangir til liðs við City. Ég svaraði: Allt í lagi stjóri.“ „Ég tók ákvörðunina og ég endurtek. Samviskan mín sagði mér að þetta væri góð ákvörðun.“ Ronaldo er mættur til æfinga hjá portúgalska landsliðinu í lokaundirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Hann æfði þó ekki með liðinu í dag vegna veikinda.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira