Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á samruna Síldarvinnslunnar og Vísis Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 19:45 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Aðsend Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðinni Vísi í Grindavík er að ekki séu forsendur fyrir íhlutun í samruna félaganna tveggja. Meðal þess sem rannsakað var voru möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Í fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins um ákvörðun þess um að íhlutast ekki í málinu segir að í fyrri ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins sem varða Síldarvinnsluna hafi eftirlitið aflað upplýsinga og sjónarmiða um tengsl Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf./Kjálkanes ehf., en slíkt hafi þýðingu fyrir úrlausn samrunamála. Þegar tilkynnt var um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi greindi fréttastofa frá því að Samherji myndi eiga, beint og óbeint, fimmtung af heildaveiðiheimilda í landinu. Það er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Samherji á 32,64 prósent hlut í Síldarvinnslunni en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Talsverð tengsl milli útgerðanna Rannsóknir Samkeppniseftirlitsins hafa leitt í ljós talsverð stjórnunar-, eigna- og viðskiptatengsl milli framangreindra útgerða, sem fela í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem áður hefur verið greint frá í tilkynningum um samruna. Í tilkynningunni segir að samkeppnisleg áhrif samrunans hafi verið tekin til athugunar út frá tveimur sjónarhornum, það er annars vegar miðað við samrunann eins og hann var tilkynntur eftirlitinu og hins vegar miðað við möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, Baldvin Þorsteinsson, stór hluthafi í Samherja, og Pétur Hafsteinn Lárusson, framkvæmdastjóri Vísis og stærsti hluthafinn fyrir söluna með rúmlega 20 prósenta hlut.Vísir Niðurstaðan var að ekki væru forsendur til íhlutunar, hvort sem litið væri til hinna þrengri eða víðtækari yfirráða. Þannig séu ekki forsendur til þess að ætla að markaðsráðandi staða sé að myndast eða styrkjast, auk þess sem breyting á samþjöppun vegna kaupa á Vísi sé undir þeim viðmiðum sem stuðst er við í evrópskum samkeppnisrétti. Þá gefi fyrirliggjandi gögn ekki til kynna að samkeppni raskist að öðru leyti. Reglur um aflahlutdeild ekki á borði Samkeppniseftirlitsins Í tilkynningunni segir að ákvörðun eftirlitsins sé vakin athygli á því að yfirráð yfir útgerðum séu ekki skilgreind með sama hætti í samkeppnislögum og lögum fiskveiðistjórnun. Það sé verkefni Fiskistofu að fylgja eftir að farið sé að ákvæðum fiskveiðistjórnunarlaga um hámarks aflahlutdeild. Fyrir liggi í málinu að aflahlutdeild samrunaaðila kunni að fara yfir hámarkshlutdeild samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, hvort sem miðað sé við þau yfirráð sem samrunaaðilar byggja á í samrunaskrá eða möguleg víðtækari yfirráð. Við mat og mögulega úrlausn á þessu komi til kasta Fiskistofu. Samkeppniseftirlitið verður Fiskistofu innan handar Í tilkynningunni segir að í tilefni af málinu hafi Samkeppniseftirlitið átt fund með Fiskistofu og gert henni grein fyrir vísbendingum um víðtækari yfirráð. Samkeppniseftirlitið muni veita Fiskistofu frekari upplýsingar, ef nauðsynlegt þykir. Þá er tekið fram að með ákvöðrun um að heimila samruna Síldarvinnslunnar og Vísis sé ekki tekin endanleg ákvörðun um yfirráð yfir Síldarvinnslunni í skilningi samkeppnislaga. Málefni þessi kunni því að koma til frekari rannsóknar á síðari stigum. Áður en rannsókn á samrunanum hófst kynnti Samkeppniseftirlitið jafnframt ákvörðun um að hefja heildstæða athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Sjávarútvegur Samkeppnismál Síldarvinnslan Tengdar fréttir Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins um ákvörðun þess um að íhlutast ekki í málinu segir að í fyrri ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins sem varða Síldarvinnsluna hafi eftirlitið aflað upplýsinga og sjónarmiða um tengsl Síldarvinnslunnar við Samherja hf. og Gjögur hf./Kjálkanes ehf., en slíkt hafi þýðingu fyrir úrlausn samrunamála. Þegar tilkynnt var um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi greindi fréttastofa frá því að Samherji myndi eiga, beint og óbeint, fimmtung af heildaveiðiheimilda í landinu. Það er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Samherji á 32,64 prósent hlut í Síldarvinnslunni en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Talsverð tengsl milli útgerðanna Rannsóknir Samkeppniseftirlitsins hafa leitt í ljós talsverð stjórnunar-, eigna- og viðskiptatengsl milli framangreindra útgerða, sem fela í sér vísbendingar um að stofnast hafi til yfirráða í Síldarvinnslunni umfram það sem áður hefur verið greint frá í tilkynningum um samruna. Í tilkynningunni segir að samkeppnisleg áhrif samrunans hafi verið tekin til athugunar út frá tveimur sjónarhornum, það er annars vegar miðað við samrunann eins og hann var tilkynntur eftirlitinu og hins vegar miðað við möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, Baldvin Þorsteinsson, stór hluthafi í Samherja, og Pétur Hafsteinn Lárusson, framkvæmdastjóri Vísis og stærsti hluthafinn fyrir söluna með rúmlega 20 prósenta hlut.Vísir Niðurstaðan var að ekki væru forsendur til íhlutunar, hvort sem litið væri til hinna þrengri eða víðtækari yfirráða. Þannig séu ekki forsendur til þess að ætla að markaðsráðandi staða sé að myndast eða styrkjast, auk þess sem breyting á samþjöppun vegna kaupa á Vísi sé undir þeim viðmiðum sem stuðst er við í evrópskum samkeppnisrétti. Þá gefi fyrirliggjandi gögn ekki til kynna að samkeppni raskist að öðru leyti. Reglur um aflahlutdeild ekki á borði Samkeppniseftirlitsins Í tilkynningunni segir að ákvörðun eftirlitsins sé vakin athygli á því að yfirráð yfir útgerðum séu ekki skilgreind með sama hætti í samkeppnislögum og lögum fiskveiðistjórnun. Það sé verkefni Fiskistofu að fylgja eftir að farið sé að ákvæðum fiskveiðistjórnunarlaga um hámarks aflahlutdeild. Fyrir liggi í málinu að aflahlutdeild samrunaaðila kunni að fara yfir hámarkshlutdeild samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, hvort sem miðað sé við þau yfirráð sem samrunaaðilar byggja á í samrunaskrá eða möguleg víðtækari yfirráð. Við mat og mögulega úrlausn á þessu komi til kasta Fiskistofu. Samkeppniseftirlitið verður Fiskistofu innan handar Í tilkynningunni segir að í tilefni af málinu hafi Samkeppniseftirlitið átt fund með Fiskistofu og gert henni grein fyrir vísbendingum um víðtækari yfirráð. Samkeppniseftirlitið muni veita Fiskistofu frekari upplýsingar, ef nauðsynlegt þykir. Þá er tekið fram að með ákvöðrun um að heimila samruna Síldarvinnslunnar og Vísis sé ekki tekin endanleg ákvörðun um yfirráð yfir Síldarvinnslunni í skilningi samkeppnislaga. Málefni þessi kunni því að koma til frekari rannsóknar á síðari stigum. Áður en rannsókn á samrunanum hófst kynnti Samkeppniseftirlitið jafnframt ákvörðun um að hefja heildstæða athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Síldarvinnslan Tengdar fréttir Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27