Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 12:28 Kristjón Kormákur var ritstjóri miðilsins 24 - þínar fréttir. Vísir Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar og DV, var í forsvari fyrir hópinn sem stofnaði 24 miðla og fór með vefmiðilinn 24.is í loftið í október í fyrra. Auk hans voru þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason sögð eiga miðilinn. Guðbjarni var sagður framkvæmdastjóri miðilsins, Sunna Rós stjórnarformaður en Trausti frétta- og tæknistjóri og hönnuður. Miðillinn reis þó aldrei hátt. Þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs og í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra þess miðils í mars lá starfsemi 24.is þegar niðri. Öllu efni var eytt af vef Mannlífs í innbrotinu. Í viðtali Reynis við Kristjón Kormák sagði sá síðarnefndi að auðmaðurinn Róbert Wessman hefði tekið þátt í fjármögnun 24 miðla og lagt honum til tugi milljóna króna. Vefslóðin 24.is liggur nú niðri. Stundin sagði frá því í febrúar að blaðamenn þar hefðu birt pistil á vefsíðunni þar sem þeir lýstu misbresti í stjórnunarháttum og rekstri. Starfsmenn hefðu fengið laun greidd seint og illa. Blaðamenn höfðu þá enn ekki fengið greitt fyrir janúarmánuð. Tómas og Arnór Steinn Ívarsson skrifuðu undir greinina sem var síðar tekin úr birtingu. Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar og DV, var í forsvari fyrir hópinn sem stofnaði 24 miðla og fór með vefmiðilinn 24.is í loftið í október í fyrra. Auk hans voru þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason sögð eiga miðilinn. Guðbjarni var sagður framkvæmdastjóri miðilsins, Sunna Rós stjórnarformaður en Trausti frétta- og tæknistjóri og hönnuður. Miðillinn reis þó aldrei hátt. Þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs og í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra þess miðils í mars lá starfsemi 24.is þegar niðri. Öllu efni var eytt af vef Mannlífs í innbrotinu. Í viðtali Reynis við Kristjón Kormák sagði sá síðarnefndi að auðmaðurinn Róbert Wessman hefði tekið þátt í fjármögnun 24 miðla og lagt honum til tugi milljóna króna. Vefslóðin 24.is liggur nú niðri. Stundin sagði frá því í febrúar að blaðamenn þar hefðu birt pistil á vefsíðunni þar sem þeir lýstu misbresti í stjórnunarháttum og rekstri. Starfsmenn hefðu fengið laun greidd seint og illa. Blaðamenn höfðu þá enn ekki fengið greitt fyrir janúarmánuð. Tómas og Arnór Steinn Ívarsson skrifuðu undir greinina sem var síðar tekin úr birtingu.
Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira