Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2022 16:15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson var í lykilhlutverki hjá ÍR þegar liðið komst í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. VÍSIR/DANÍEL Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag. Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Sjá meira
Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Sjá meira