„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Snorri Másson skrifar 9. nóvember 2022 23:01 Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent