Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:12 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. „Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01
Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent