Erlent

Vakt­in: Tal­ið upp úr köss­un­um vest­an­hafs

Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa
Bandaríkjamenn gengu til kosninga í gær.
Bandaríkjamenn gengu til kosninga í gær. AP/Ringo H.W. Chiu

Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag.

Í sögulegu samhengi kemur flokkur sitjandi forseta yfirleitt alltaf illa út úr þingkosningum og höfðu kannanir vestanhafs ýtt stoðum undir að svo færi aftur að þessu sinni. Það gæti enn gerst en útlitið er mun betra en á horfðist fyrir Demókrata.

Sjá einnig: Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum

Eins og staðan er núna, samkvæmt AP fréttaveitunni, eru yfirráð í öldungadeildinni óljós. Repúblikanar hafi nú tryggt sér 49 sæti á móti 48 sætum Demókrata en 51 þarf til að mynda meirihluta þar. Demókratar gætu tryggt sér meirihluta með 50 atkvæðum þar sem varaforsetinn, sem er Demókrati, hefur úrstlitaatkvæði.

Demókrötum hefur tekist að snúa einu sæti í öldungadeildinni og John Fetterman sigraði Dr. Mehmet Oz í Pennsylvaníu.

Þá hafa Repúblikanar, samkvæmt AP, tryggt sér 203 sæti í fulltrúadeildinni og Demókratar 176 sæti. Þar þarf 218 þingsæti til að tryggja sér meirihluta.

Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC News.

Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×