KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 13:47 Margrét Lára Viðarsdóttir í einum af 124 landsleikjum sínum. getty/Filipe Farinha Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03