Handbolti

Sandra klikkaði bara einu sinni í átján skotum um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir kom alls að 25 mörkum íslenska liðsins í leikjunum tveimur á móti Ísrael.
Sandra Erlingsdóttir kom alls að 25 mörkum íslenska liðsins í leikjunum tveimur á móti Ísrael. Vísir/Hulda Margrét

Eyjakonan Sandra Erlingsdóttir fór á kostum með íslenska kvennalandsliðinu í leikjunum tveimur á móti Ísrael í undankeppni HM um helgina.

Sandra skoraði sautján mörk í leikjunum tveimur og það úr aðeins átján skotum. Hún nýtti því öll skotin sín nema eitt og bauð upp á 94 skotnýtingu.

Eina klúðrið hennar kom úr vítakasti í fyrri hálfleik í seinni hálfleik. Sandra nýtti annars fimm af sex vítum sínum og þar af leiðandi öll tólf skotin sem hún tók utan af velli.

Sandra var einnig með átta stoðsendingar og tólf sköpuð færi í þessum tveimur flottu sigurleikjum stelpnanna okkar.

Hún kom því með beinum hætti að 25 mörkum íslenska liðsins eða 12,5 að meðaltali í leik.

Andrea Jacobsen kom að 19 mörkum og Thea Imani Sturludóttir átti þátt í 15 mörkum með því að skora eða gefa stoðsendingu.

  • Markaskorar í sigurleikjunum tveimur á Ísrael:
  • Sandra Erlingsdóttir 17 mörk (18 skot)
  • Andrea Jacobsen 11 mörk (17 skot)
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir 9 mörk (13 skot)
  • Thea Imani Sturludóttir 8 mörk (12 skot)
  • Perla Ruth Albertsdóttir 5 mörk (8 skot)
  • Steinunn Björnsdóttir 4 mörk (6 skot)
  • Rut Jónsdóttir 4 mörk (9 skot)
  • Sunna Jónsdóttir 2 mörk (2 skot)
  • Elín Klara Þorkelsdóttir 2 mörk (2 skot)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir 2 mörk (3 skot)
  • Rakel Sara Elvarsdóttir 2 mörk (5 skot)
  • Lilja Ágústsdóttir 1 mark (1 skot)
  • --
  • Stoðsendingar í sigurleikjunum tveimur á Ísrael:
  • Sandra Erlingsdóttir 8 stoðsendingar (12 sköpuð færi)
  • Andrea Jacobsen 8 stoðsendingar (11 sköpuð færi)
  • Thea Imani Sturludóttir 7 stoðsendingar (10 sköpuð færi)
  • Steinunn Björnsdóttir 3 stoðsendingar (4 sköpuð færi)
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 stoðsending (1 skapað færi)
  • Rut Jónsdóttir 1 stoðsending (3 sköpuð færi)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir 1 stoðsending (1 skapað færi)
  • -
  • * Tölfræðin er fengin frá HB Statz á heimasíðu HSÍ*



Fleiri fréttir

Sjá meira


×