Erlent

Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vitali Klitschko óttast að flytja þurfi borgarbúa á brott rofni allt samband í Kænugarði. 
Vitali Klitschko óttast að flytja þurfi borgarbúa á brott rofni allt samband í Kænugarði.  AP Photo/Nariman El-Mofty

Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma.

Síðustu vikur hafa rafmagnstruflanir gert milljónum manna lífið leitt í landinu en Rússar hafa einbeitt sér að því að ráðast gegn orkuinnviðum Úkraínu.

Um fjörutíu prósent af orkuverum landsins hafa verið eyðilögð og segir Volodomír Selenskí forseti að Rússar gætu verið að undirbúa enn harðari árásir á orkukerfin. Klitschko borgarstjóri líkti þessum aðförum Rússa við hryðjuverkastarfsemo og þjóðarmorð.

Genfarsáttmálinn leggur bann við því að stríðandi fylkingar geri almnenna innviði að sérstökum skotmörkum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×