Erik Ten Hag pirraður vegna heimskulegra fyrirgjafa á Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 20:18 Erik Ten Hag segir sínum mönnum til í leiknum gegn Aston Villa í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag þjálfari Manchester United var pirraður eftir tap liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði að fyrirgjafir sem leikmenn reyndu á Cristiano Ronaldo hefðu verið heimskulegar. Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00