Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2022 06:45 María Númadóttir, sauðfjárbóndi og átta barna móðir á Molastöðum í Fljótum, starfar sem bókari á Siglufirði. Sigurjón Ólason Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. Þessa urðum við áskynja þegar við ræddum við íbúa sveitarinnar í þættinum Um land allt á Stöð 2, eins og Maríu Númadóttur, sauðfjárbónda og bókara á Molastöðum. Það að vera bóndi er ekki aðalstarf hennar þótt hún búi í sveit. Séð yfir Molastaði. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Halldór Gunnar Hálfdánarson „Nei, það er nú því miður ekki aðalstarfið. Þó ég myndi óska þess að það væri hægt,“ segir María, sem segist aka hvern virkan dag til Siglufjarðar vegna bókhaldsvinnu. Það sé ekkert grín að aka daglega á milli. „Eins og núna. Jarðsigið er alveg hryllilegt, bara frá því í morgun,“ segir hún. Siglufjarðarvegur við Strákagöng.Skjáskot/Stöð 2 María er jafnframt búin að hlaða niður börnum. „Jú, jú. Þau eru orðin átta,“ svarar hún. „Og verða sennilega ekkert fleiri,“ bætir hún við og hlær. Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Vegurinn á milli okkar og Siglufjarðar er í rauninni ónýtur. Það er jarðsig á honum hér og þar,“ segir Arnþrúður Heimisdóttir, sem rekur hestaleigu í Langhúsum, og bætir við að veginum sé oft lokað vegna snjóflóðahættu. Þegar Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, rekstraraðila Depla-hótelsins í Fljótum, langstærsta vinnustaðar sveitarinnar, er spurður hverjar hafi verið mestu áskoranirnar í rekstrinum, er svarið: Haukur Bent Sigmarsson er framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi.Sigurjón Ólason Samgöngurnar, bara það að komast á milli staða, segir Haukur og nefnir að fyrirtækið þurfi nánast að vera sjálfbært með snjómokstur. Það þurfi að koma gestunum til og frá. Snjóblásari á ferð um Fljót skammt frá Ketilási. Þau eru talin ein snjóþyngsta sveit landsins.Halldór G. Hálfdánarson „Við eigum Íslandsmet í snjódýpt hér í Fljótunum,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. „Eina sem okkur vantar eru göng til Siglufjarðar. Ekki spurning, bora hér í gegn,“ segir Kristján Sigtryggsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar. Kristján Sigtryggsson er stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.Sigurjón Ólason Þátturinn um Fljót er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16.05. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum: Um land allt Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Landbúnaður Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4. september 2022 21:37 Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. 30. október 2021 18:15 Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. 1. nóvember 2022 17:57 Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. 2. nóvember 2022 22:55 Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Þessa urðum við áskynja þegar við ræddum við íbúa sveitarinnar í þættinum Um land allt á Stöð 2, eins og Maríu Númadóttur, sauðfjárbónda og bókara á Molastöðum. Það að vera bóndi er ekki aðalstarf hennar þótt hún búi í sveit. Séð yfir Molastaði. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Halldór Gunnar Hálfdánarson „Nei, það er nú því miður ekki aðalstarfið. Þó ég myndi óska þess að það væri hægt,“ segir María, sem segist aka hvern virkan dag til Siglufjarðar vegna bókhaldsvinnu. Það sé ekkert grín að aka daglega á milli. „Eins og núna. Jarðsigið er alveg hryllilegt, bara frá því í morgun,“ segir hún. Siglufjarðarvegur við Strákagöng.Skjáskot/Stöð 2 María er jafnframt búin að hlaða niður börnum. „Jú, jú. Þau eru orðin átta,“ svarar hún. „Og verða sennilega ekkert fleiri,“ bætir hún við og hlær. Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Vegurinn á milli okkar og Siglufjarðar er í rauninni ónýtur. Það er jarðsig á honum hér og þar,“ segir Arnþrúður Heimisdóttir, sem rekur hestaleigu í Langhúsum, og bætir við að veginum sé oft lokað vegna snjóflóðahættu. Þegar Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, rekstraraðila Depla-hótelsins í Fljótum, langstærsta vinnustaðar sveitarinnar, er spurður hverjar hafi verið mestu áskoranirnar í rekstrinum, er svarið: Haukur Bent Sigmarsson er framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi.Sigurjón Ólason Samgöngurnar, bara það að komast á milli staða, segir Haukur og nefnir að fyrirtækið þurfi nánast að vera sjálfbært með snjómokstur. Það þurfi að koma gestunum til og frá. Snjóblásari á ferð um Fljót skammt frá Ketilási. Þau eru talin ein snjóþyngsta sveit landsins.Halldór G. Hálfdánarson „Við eigum Íslandsmet í snjódýpt hér í Fljótunum,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. „Eina sem okkur vantar eru göng til Siglufjarðar. Ekki spurning, bora hér í gegn,“ segir Kristján Sigtryggsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar. Kristján Sigtryggsson er stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.Sigurjón Ólason Þátturinn um Fljót er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16.05. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum:
Um land allt Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Landbúnaður Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4. september 2022 21:37 Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. 30. október 2021 18:15 Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. 1. nóvember 2022 17:57 Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. 2. nóvember 2022 22:55 Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
„Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4. september 2022 21:37
Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. 30. október 2021 18:15
Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. 1. nóvember 2022 17:57
Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. 2. nóvember 2022 22:55
Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42