Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:31 Hinn sautján ára gamli Rico Lewis fagnar hér marki sínu Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/MB Media 33 mörk voru skoruð í síðustu leikjunum í E, F, G og H riðlum Meistaradeildar karla í fótbolta og nú má sjá mörkin frá gærkvöldinu hér á Vísi. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira