Enginn Son í Katar? Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 23:46 Heung-Min Son gæti misst af Heimsmeistaramótinu í Qatar vegna meiðsla. Vísir/AP Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær. Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira