Innlent

Omega braut fjöl­miðla­lög

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eiríkur Sigurbjörnsson er sjónvarpsstjóri Omega.
Eiríkur Sigurbjörnsson er sjónvarpsstjóri Omega.

Fjölmiðlanefnd hefur sektað fjölmiðilinn Kristniboðskirkjan Omega um 350 þúsund krónur. Frá seinni hluta júlí til byrjun ágúst á þessu ári miðlaði fjölmiðillinn erlendur efni án íslensks texta eða tals. 

Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar segir að nefndin hafi notast við afrit af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Við skoðun kom í ljós að nokkru magni af erlendu dagskrár efni hafði verið miðlað án íslensks texta eða tals. Þá kom í ljós að sjónvarpsstöðin var enn að miðla því efni hjá sér. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Omega brýtur þessi lög en árið 2013 úrskurðaði fjölmiðlanefnd að sjónvarpsstöðin hafi gerst brotleg. Þá var fallið frá sekt. Vegna fyrri brots var þó ákveðið að falla ekki frá sektarákvæði og þarf Omega að greiða 350 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×