Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 10:21 Fjöldi fólks á tvítugs- og þrítugsaldri dó í þröngu húsasundi í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða. Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34
Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52