Forsetahjónin funduðu með hinsegin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2022 14:21 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú á fundi með eiganda skemmtistaðarins Tepláreň (tv við forsetann) og sex fulltrúum samtaka hinsegin fólks, og fleiri samtaka í Bratislava í gær. forsetaembættið Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Bratislava höfuðborgar Slóvakíu í gær í boði Zuzönu Caputová forseta landsins og lýkur heimsókninni í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er í fylgd forseta ásamt viðskiptasendinefnd. Margir Íslendingar læra læknisfræði í Slóvakíu og fundaði forsetinn með hópi þeirra í morgun. Guðni segir heimsóknir sem þessar geta eflt jákvæð samskipti ríkjanna. Í gær hafi verið boðað til viðskiptaþings þar sem meðal annars var hefði verið staðfest samkomulag um samvinnu þjóðanna um nýtingu jarðhita í Slóvakíu. „Hann má nýta hér víða. Í þeirri orkukrísu sem nú ríkir og vegna þess að við þurfum að nýta græna orku í enn ríkari mæli en áður liggur beint við að Slóvakar horfi niður á við og nýti sinn jarðhita. Þeir vilja þá nýta þekkingu okkar og reynslu í þeim efnum. Nú þegar er ljóst að heimsóknin hefur borið árangur að því leytinu til,“ segir Guðni. Guðni th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú votta þeim sem voru myrtir virðingu sína. Annar þeirra var starfsmaður Tepláreň skemmtistaðarins en eigandi staðarins stendur til vinstri aftan við Elizu.forsetaembættið Það vakti athygli fjölmiðla í Slóvakíu að forsetahjónin heimsóttu Tepláreň skemmtistaðinn í Bratislava en þar fyrir utan skaut nítján ára maður tvo unga samkynhneigða menn til bana og særði unga konu fyrir hálfum mánuði. Forsetahjónin lögðu blóm að morðstaðnum og funduðu síðan með fulltrúum félaga hinsegin fólks og ýmissa annarra mannréttindasamtaka. Zuzana Caputova forseti Slóvakíu er ötull talsmaður mannréttinda og vakti sjálf athygli á heimsókn íslensku forsetahjónanna á Tepláreň skemmtistaðinn og fund þeirra með fulltrúum ýmissa mannréttindasamtaka.Getty/Carsten Koal Guðni segir Slóvakíu íhaldssama þjóð þegar komi að réttindum samkynhneigðra. Forseti landsins væri hins vegar ötull talsmaður umburðarlyndis og víðsýni og hafi sjálf vakið athygli landa sinna á viðburðinum og fundi íslensku forsetahjónanna með fulltrúum mannréttindasamtakanna. Hvernig lýsti þetta fólk sem þið rædduð við aðstæðum ef þú berð það saman við það sem þú þekkir uppi á Íslandi? „Það lifir í ótta. Sífelldum ótta um aðkast, ofbeldi, það lifir í sífelldum ótta um útskúfun heima fyrir. Vissulega er það svo heima á Íslandi að við getum gert ýmislegt betur. Sumt fólk talar um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og við sjáum teikn þess. En ég ætla samt að leyfa mér að halda því fram að heima getum við þó þakkað fyrir það sem hefur áunnist,“sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Með forsetahjónunum á myndinni eru: Roman Samotný, LGBTIQ+ aðgerðarsinni og eigandi Tepláreň staðarins (við hlið Elizu), Martin Macko, LGBTIQ+ formaður samtakanna Inakost, Andrej Kuruc, sérfræðingur á meðferðarstöð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, Silvía Porubänová forstöðumaður Mannréttindiasamtaka Slóvakíu, Olga Pietruchova sérfræðingur hjá Flóttamannastofnun SÞ í Bratislava, Barbara Holubová jafnréttissérfræðingur hjá CELSI félagasamtökunum, Barbora Burajová forstöðumaður Meðferðarstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldisforsetaembættið Forseti Íslands Slóvakía Jarðhiti Hinsegin Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Bratislava höfuðborgar Slóvakíu í gær í boði Zuzönu Caputová forseta landsins og lýkur heimsókninni í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er í fylgd forseta ásamt viðskiptasendinefnd. Margir Íslendingar læra læknisfræði í Slóvakíu og fundaði forsetinn með hópi þeirra í morgun. Guðni segir heimsóknir sem þessar geta eflt jákvæð samskipti ríkjanna. Í gær hafi verið boðað til viðskiptaþings þar sem meðal annars var hefði verið staðfest samkomulag um samvinnu þjóðanna um nýtingu jarðhita í Slóvakíu. „Hann má nýta hér víða. Í þeirri orkukrísu sem nú ríkir og vegna þess að við þurfum að nýta græna orku í enn ríkari mæli en áður liggur beint við að Slóvakar horfi niður á við og nýti sinn jarðhita. Þeir vilja þá nýta þekkingu okkar og reynslu í þeim efnum. Nú þegar er ljóst að heimsóknin hefur borið árangur að því leytinu til,“ segir Guðni. Guðni th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú votta þeim sem voru myrtir virðingu sína. Annar þeirra var starfsmaður Tepláreň skemmtistaðarins en eigandi staðarins stendur til vinstri aftan við Elizu.forsetaembættið Það vakti athygli fjölmiðla í Slóvakíu að forsetahjónin heimsóttu Tepláreň skemmtistaðinn í Bratislava en þar fyrir utan skaut nítján ára maður tvo unga samkynhneigða menn til bana og særði unga konu fyrir hálfum mánuði. Forsetahjónin lögðu blóm að morðstaðnum og funduðu síðan með fulltrúum félaga hinsegin fólks og ýmissa annarra mannréttindasamtaka. Zuzana Caputova forseti Slóvakíu er ötull talsmaður mannréttinda og vakti sjálf athygli á heimsókn íslensku forsetahjónanna á Tepláreň skemmtistaðinn og fund þeirra með fulltrúum ýmissa mannréttindasamtaka.Getty/Carsten Koal Guðni segir Slóvakíu íhaldssama þjóð þegar komi að réttindum samkynhneigðra. Forseti landsins væri hins vegar ötull talsmaður umburðarlyndis og víðsýni og hafi sjálf vakið athygli landa sinna á viðburðinum og fundi íslensku forsetahjónanna með fulltrúum mannréttindasamtakanna. Hvernig lýsti þetta fólk sem þið rædduð við aðstæðum ef þú berð það saman við það sem þú þekkir uppi á Íslandi? „Það lifir í ótta. Sífelldum ótta um aðkast, ofbeldi, það lifir í sífelldum ótta um útskúfun heima fyrir. Vissulega er það svo heima á Íslandi að við getum gert ýmislegt betur. Sumt fólk talar um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og við sjáum teikn þess. En ég ætla samt að leyfa mér að halda því fram að heima getum við þó þakkað fyrir það sem hefur áunnist,“sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Með forsetahjónunum á myndinni eru: Roman Samotný, LGBTIQ+ aðgerðarsinni og eigandi Tepláreň staðarins (við hlið Elizu), Martin Macko, LGBTIQ+ formaður samtakanna Inakost, Andrej Kuruc, sérfræðingur á meðferðarstöð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, Silvía Porubänová forstöðumaður Mannréttindiasamtaka Slóvakíu, Olga Pietruchova sérfræðingur hjá Flóttamannastofnun SÞ í Bratislava, Barbara Holubová jafnréttissérfræðingur hjá CELSI félagasamtökunum, Barbora Burajová forstöðumaður Meðferðarstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldisforsetaembættið
Forseti Íslands Slóvakía Jarðhiti Hinsegin Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10