Samkomulag um að banna nýja jarðefnaeldsneytisbíla í höfn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 08:37 Nýir bensín- og dísilbílar verða í reynd bannaðir innan Evrópu eftir 2035 með lögum sem samstaða hefur nú náðst um. Vísir/EPA Evrópusambandið náði samkomulagi um lög sem myndu í reynd banna nýja bensín- og dísilbíla frá og með árinu 2035 í dag. Samkvæmt því þurfa bílaframleiðendur að ná 100% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda innan þrettán ára. Fulltrúar aðildarríkjanna 27, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar tilkynntu um samkomulagið í dag. Jan Huitema, aðalsamningamaður Evrópuþingsins, lýsti því sem góðum fréttum fyrir ökumenn þar sem bílar sem losa ekki koltvísýring verði ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. Auknar kröfur verða einnig gerðar til losunar þeirra jarðefnaeldsneytisbíla sem verða seldir frá og með 2030. Fólksbílar þurfa að losa 55 prósent minni koltvísýring en árið 2021. Núverandi markmið er 37,5 prósent samdráttur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sendiferðabílar þurfa að verða helmingi sparneytnari fyrir 2030. Lögin eru liður í áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni um 55 prósent fyrir lok áratugsins miðað við losun árið 1990 og þau fyrstu sem formlegt samkomulag næst um. Evrópusambandið vonast til þess að hægt verði að tilkynna um samkomulag um tvær meiriháttar loftslagsaðgerðir til viðbótar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næstu viku. Annars vegar um aukna bindingu kolefnis og bindandi landsmarkmið um samdrátt í losun. Vísindamenn áætla að mannkynið allt þurfi að draga úr losun sinni um 45 prósent fyrir lok þessa áratugs ef það ætlar að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. Að óbreyttu stefnir í að hlýnunin nái tveimur og hálfri gráðu. Vistvænir bílar Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkjanna 27, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar tilkynntu um samkomulagið í dag. Jan Huitema, aðalsamningamaður Evrópuþingsins, lýsti því sem góðum fréttum fyrir ökumenn þar sem bílar sem losa ekki koltvísýring verði ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. Auknar kröfur verða einnig gerðar til losunar þeirra jarðefnaeldsneytisbíla sem verða seldir frá og með 2030. Fólksbílar þurfa að losa 55 prósent minni koltvísýring en árið 2021. Núverandi markmið er 37,5 prósent samdráttur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sendiferðabílar þurfa að verða helmingi sparneytnari fyrir 2030. Lögin eru liður í áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni um 55 prósent fyrir lok áratugsins miðað við losun árið 1990 og þau fyrstu sem formlegt samkomulag næst um. Evrópusambandið vonast til þess að hægt verði að tilkynna um samkomulag um tvær meiriháttar loftslagsaðgerðir til viðbótar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næstu viku. Annars vegar um aukna bindingu kolefnis og bindandi landsmarkmið um samdrátt í losun. Vísindamenn áætla að mannkynið allt þurfi að draga úr losun sinni um 45 prósent fyrir lok þessa áratugs ef það ætlar að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. Að óbreyttu stefnir í að hlýnunin nái tveimur og hálfri gráðu.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42