Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2022 17:47 Darrell Brooks hlustar hér á niðurstöðu kviðdómsins. Hún var honum ekki í hag, en hann var fundinn sekur í öllum ákæruliðum á hendur honum. Mike De Sisti/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46