Viðskipti innlent

Stækka ál­verið á Grundar­tanga fyrir sex­tán milljarða

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdin muni kosta sextán milljarða.
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdin muni kosta sextán milljarða. Vísir/Vilhelm

Áætlað er að stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga muni kosta sextán milljarða. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki árið 2024.

Skessuhorn greinir frá því að ekki standi til að framleiða meira ál á Grundartanga. Stækkunin verði hins vegar nýtt til áframvinnslu áls í verinu.

Áður hafði álið verið flutt til Evrópu, brætt og mótað í sívalninga. Með stækkuninni verði hins vegar hægt að móta álið strax hér á landi. Talið er að með áframvinnslunni verði orkusparnaður allt að 40 prósent.

Ístak er aðalverktaki og Arion banki fjármagnar framkvæmdina. Samkvæmt frétt Skessuhorns mun framkvæmdin skapa um 40 störf hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×