Rúnar Júl skoraði síðast þegar Ferencváros kom til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 11:31 Rúnar Júlíusson var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins um miðjan 7. áratug síðustu aldar, heldur einnig í besta fótboltaliði landsins. Valur mætir Ferencváros í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungverska liðið kemur til Íslands en síðast þegar það gerðist skoraði einn mesti töffari Íslandssögunnar gegn því. Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15. Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.
Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti