Fundu um fjögur hundruð ára systurskip Vasaskipsins á hafsbotni Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 16:31 Sjávarfornleifafræðingar fundu skipið árið 2019 en nú er búið að sannreyna að raunverulega sé um systurskip Vasaskipsins að ræða. Vrak Sjávarfornleifafræðingar hafa staðfest að systurskip eins af þjóðargersemum Svíþjóðar hafi fundist á hafsbotni í Stokkhólmssundi. Skipið, sem ber nafnið Eplið eða Äpplet á sænsku, mun áfram hvíla á botni skerjagarðsins þar sem það hefur verið í um 370 ár. Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990. Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990.
Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira