Fundu um fjögur hundruð ára systurskip Vasaskipsins á hafsbotni Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 16:31 Sjávarfornleifafræðingar fundu skipið árið 2019 en nú er búið að sannreyna að raunverulega sé um systurskip Vasaskipsins að ræða. Vrak Sjávarfornleifafræðingar hafa staðfest að systurskip eins af þjóðargersemum Svíþjóðar hafi fundist á hafsbotni í Stokkhólmssundi. Skipið, sem ber nafnið Eplið eða Äpplet á sænsku, mun áfram hvíla á botni skerjagarðsins þar sem það hefur verið í um 370 ár. Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990. Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Greint var frá uppgötvuninni í morgun, en skipið fannst við Vaxhólma. Í frétt TT segir að skipið hafi fundist árið 2019 og lágu þá hliðar skipsins mikið skemmdar á hafsbotni. Skrokkur skipsins var þó vel varðveittur upp að þilfari þar sem fallbyssur var að finna. Vrak „Það byrjaði að kitla í maganum,“ segir sjávarfornleifafræðingurinn Jim Hansson sem starfar við Vrak-safnið í Stokkhólmi í samtali við TT, um þennan merka fund. Eftir að skipið fannst var hafist handa við að sannreyna að raunverulega hafi verið um Eplið að ræða. Skipið var fyrst tekið í notkun árið 1629 og var notað fram til ársins 1658 þegar því var sökkt við Vaxhólma. Vrak Við Vaxhólma er að finna eins konar kirkjugarð fyrir gömul skip. Mikinn fjölda skipa á hafsbotni á þessum slóðum þar sem skipum var sökkt eftir að hætt að var að nota þau. Var það meðal annars gert til að loka Stokkhólmssundi fyrir siglingum óvinaskipa. „Púlsinn hækkaði virkilega þegar við sáum hvað skipið var líkt Vasa. Bæði smíðin og mikil stærð skipsins voru mjög kunnugleg. Þá kviknaði vonin um að við höfðum fundið eitt af systurskipum Vasa,“ segir Hansson. Rannsóknir hafa svo leitt í ljós að eik frá 1627 hafi verið notuð við smíði skipsins. Þá hafi komið í ljós að timbrið hafi komið frá Ängsö í vatninu Mälaren þar sem efnið sem notað var við smíði Vasa-skipsins var sótt. Líkt og með Vasa þá er Eplið vel varðveitt þrátt fyrir að hafa hvílt á hafsbotni í um 370 ár. Vrak Vasaskipið sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628. Talið er að skipið hafi sokkið vegna lélegrar hönnunar. Eplið var smíðað um ári síðar og var um einum metra breiðara til að auka stöðugleikann við siglinguna. Vísindamennirnir telja þó ekki að Eplið hafi verið sérlega gott skip til siglinga. Skipin voru smíðuð í valdatíð Gústafs II Adolfs sem stýrði Svíþjóð á árunum 1611 til 1632. Hann fyrirskipaði smíði fjögurra skipa með tvöföldum fallbyssuþilförum til að festa Svíþjóð í sessi sem stórveldi í heimshlutanum. Auk Vasa og Eplisins voru Krónan og Septer smíðuð. Eplið var aldrei notað í sjóorrustum en var nýtt sem flutningaskip í Þrjátíu ára stríðinu. Vasaskipið er að finna á Vasasafninu í Stokkhólmi.Getty Vasasafnið í Stokkhólmi er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Stokkhólmi. Þar er að finna sjálft Vasaskipið sem lyft var af hafsbotni árið 1961 og var gert upp. Skipinu var svo komið fyrir á safninu sem opnaði formlega árið 1990.
Svíþjóð Fornminjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira