Réttarhöldin gegn fyrirtæki Trumps hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 15:07 Lögmenn Donalds Trumps í New York í dag. Búist er við því að erfitt verði að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir í garð Trumps. AP Réttarhöld í skattsvikamáli New York-ríkis gegn Trump Organization, fyrirtækis Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefjast í dag. Fyrsta verkefnið í dómsal mun að öllum líkindum reynast gífurlega erfitt en það er að finna ellefu kviðdómendur sem hafa ekki sterka skoðun á forsetanum fyrrverandi. Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Réttarhöldin fara fram í Hæstarétt New York-ríkis en saksóknarar segja fyrirtækið hafa verið notað af yfirmönnum þess til að komast hjá skattgreiðslum með því að greiða út laun í formi fríðinda og borga fyrir ýmsar eigur þeirra eins og íbúðir og bíla. Í frétt New York Times segir að Trump Organization sé í raun móðurfélag rúmlega fimm hundruð annarra félaga. Réttarhöldin snúast að mestu gegn tveimur þeirra, Trump Corporation og Trump Payroll Corp.. Ekki er búist við því að Trump sjálfur muni bera vitni í málinu. AP fréttaveitan hefur eftir Juan Manuel Merchan, dómara, að hann búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um fjórar vikur, eftir að búið er að velja kviðdómendur. Hve langan tíma það mun taka er óvitað en líklegt þykir að það muni taka nokkra daga. Réttarhöldin eru líkleg til að snúast að mestu um vitnisburð Allens Weisselbergs, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins um árabil. Hann játaði skattsvik í sumar. Weisselberg var meðal annars dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Weisselberg verður helsta vitni saksóknara en lögmenn fyrirtækisins eru sagðir ætla að halda því fram að fjármálastjórinn hafi verið einn að verki. Hann hafi beitt áðurnefndum aðferðum til að komast hjá skattgreiðslum og það hafi hann gert án samráðs við Trump-fjölskylduna og aðra forsvarsmenn fyrirtækisins. Trump ekki vinsæll í New York Donald Trump er ekki vel liðinn í New York-borg, ef mark má taka af forsetakosningunum 2020. Joe Biden fékk mikinn meirihluta atkvæða þar og var munurinn hvað mestur í Manhatta, þar sem Biden fékk 87 prósent og Trump tólf. Hann var sömuleiðis mjög umdeildur forseti og er enn mjög umdeildur svo erfitt gæti reynst að finna kviðdómendur sem eru hlutlausir gagnvart Trump. Fyrirtækið gæti verið dæmt til að greiða rúmlega milljón dala í sekt. Málaferlin tengjast ekki lögsókn Letitiu James, ríkissaksóknarar New York, en hún höfðaði í síðasta mánuði mál gegn Trump og börnum hans og sakaði þau um umfangsmikil fjársvik. Trump og börn hans hafa ekki verið ákærð, þar sem rannsókn James var ekki sakamálarannsókn. Sjá einnig: Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Hún sagði þó á blaðamannafundi í september að vísbendingar sem gætu verið notaðar til formlegrar ákæru hafi verið áframsendar til alríkissaksóknara og skattayfirvalda.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42
Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. 21. október 2022 15:27
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31