Erlent

Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fordæmir fullyrðingar Rússa.
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fordæmir fullyrðingar Rússa. AP/Andrew Kravchenko

Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace.

 Shoigu sagðist óttast að yfirvöld í Kænugarði muni freistast til að beita svokallaðri „skítugri sprengju“. Þar er um að ræða venjulega sprengju sem notuð er til að dreifa geislavirkum efnum yfir stórt svæði.

Shoigu hefur nefnt þennan möguleika við fleiri erlenda ráðamenn í Bandaríkjunum, Frakklandi og Tyrklandi svo dæmi séu tekin. Hann hefur þó ekki sýnt fram á neitt sem færir sönnur á að þessar áhyggjur eigi við rök að styðjast.

Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hafnar þessum aðdróttunum alfarið og segir að Rússar séu þeir einu sem hafi hugmyndaflug til að beita svo óhreinum aðferðum í þeim átökum sem nú standa yfir.

Hann benti ennfremur á að það væru Rússar sem bæru ábyrgð á því að kjarnorkuslys gæti verið yfirvofandi í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem er á valdi Rússa og þá nefndi forsetinn einnig ítrekaðar hótanir Rússa um að sprengja stóra stíflu í grennd við borgina Kherson í loft upp, sem hefði hrikalegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á svæðinu.


Tengdar fréttir

Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×