Erlent

For­dæma Rússa fyrir rán á for­stöðu­mönnum kjarn­orku­vers

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rússar náðu yfirráðum yfir kjarnorkuverinu í mars á þessu ári.
Rússar náðu yfirráðum yfir kjarnorkuverinu í mars á þessu ári. Getty/Stringer

Leiðtogar G7 ríkjanna fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers í Zaporizhzhia. Rússar eru hvattir til að láta kjarnorkuverið tafarlaust af hendi til réttmætra eigenda.

Rússar náðu yfirráðum yfir kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í mars en verið er hið stærsta í Evrópu. Slökkt var á kjarnaofnum í verinu í september. Kjarnorkuverið hefur þegar orðið fyrir töluverðu hnjaski vegna árása í nágrenninu.

Kjarnorkustofnun Úkraínu sakaði Rússa í vikunni um að hafa haft tvo háttsetta starfsmenn í kjarnorkuverinu í haldi.

Stofnunin sagði enn fremur rússneskar hersveitir hafa rænt yfirmanni upplýsingatækni í verinu, Oleg Osheka, og farið með hann á óþekktan stað. Kjarnorkustofnun Úkraínu hefur beðið Alþjóðakjarnorkumálastofnunina um aðstoð.

„Við fordæmum rán á forstöðumönnum og starfsfólki í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia og hvetjum Rússa til að láta verið af hendi – til réttmætra eigenda – undir eins,“ hefur Reuters eftir leiðtogum G7 ríkjanna sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×