Fótbolti

„Efast um að Ronaldo spili fyrir United aftur“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ronaldo var ekki í leikmannahópi United gegn Chelsea í gær.
Ronaldo var ekki í leikmannahópi United gegn Chelsea í gær. Alex Pantling/Getty Images

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað eina einustu mínútu fyrir Manchester United í seinustu tveimur leikjum hefur portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga.

Leikmaðurinn neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham er liðið vann 2-0 sigur síðastliðinn miðvikudag og strunsaði svo inn í klefa áður en leiknum lauk. Hann var svo látinn æfa með unglingaliði United eftir atvikið og var sömuleiðis ekki í leikmannahópnum er liðið bjargaði stigi gegn Chelsea í gærkvöldi.

Margir velta nú fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þennan 37 ára gamla leikmann sem um árabil hefur verið talinn einn af tveimur knattspyrnumönnum heims.

Meðal þeirra sem hafa velt því fyrir sér er Rob Green, fyrrum markvörður enska landsliðsins.

„Ég efast um að Ronaldo spili fyrir United aftur,“ sagði Green í útsendingu í útvarpsþættinum BBC Radio 5 Live.

„Þetta er erfiður skilnaður, en Erik ten Hag hefur verið að bíða eftir tækifæri. Ronaldo er búinn að brenna allar brýr að baki sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×